| ← SongOfSongs (3/8) → |
| 1. | Í hvílu minni um nótt leitaði ég hans sem sál mín elskar, ég leitaði hans, en fann hann ekki. |
| 2. | Ég skal fara á fætur og ganga um borgina, um strætin og torgin. Ég skal leita hans, sem sál mín elskar! Ég leitaði hans, en fann hann ekki. |
| 3. | Verðirnir, sem ganga um borgina, hittu mig. ,,Hafið þér séð þann sem sál mín elskar?`` |
| 4. | Óðara en ég var frá þeim gengin, fann ég þann sem sál mín elskar. Ég þreif í hann og sleppi honum ekki, fyrr en ég hefi leitt hann í hús móður minnar og í herbergi hennar er mig ól. |
| 5. | Ég særi yður, Jerúsalemdætur, við skógargeiturnar eða við hindirnar í haganum: Vekið ekki, vekið ekki elskuna, fyrr en hún sjálf vill. |
| 6. | Hvað er það, sem kemur úr heiðinni eins og reykjarsúlur, angandi af myrru og reykelsi, af alls konar kaupmannskryddi? |
| 7. | Það er burðarrekkja Salómons, sextíu kappar kringum hana af köppum Ísraels. |
| 8. | Allir með sverð í hendi, vanir hernaði, hver og einn með sverð við lend vegna næturóttans. |
| 9. | Burðarstól lét Salómon konungur gjöra sér úr viði frá Líbanon. |
| 10. | Stólpa hans lét hann gjöra af silfri, bakið úr gulli, sætið úr purpuradúk, lagt hægindum að innan af elsku Jerúsalemdætra.Gangið út, Síonardætur, og horfið á Salómon konung, á sveiginn sem móðir hans hefir krýnt hann á brúðkaupsdegi hans og á gleðidegi hjarta hans. |
| 11. | Gangið út, Síonardætur, og horfið á Salómon konung, á sveiginn sem móðir hans hefir krýnt hann á brúðkaupsdegi hans og á gleðidegi hjarta hans. |
| ← SongOfSongs (3/8) → |