← Romans (4/16) → |
1. | Hvað eigum vér þá að segja um Abraham, forföður vorn, hvað ávann hann? |
2. | Ef hann réttlættist af verkum, þá hefur hann hrósunarefni, en ekki fyrir Guði. |
3. | Því hvað segir ritningin: ,,Abraham trúði Guði, og það var reiknað honum til réttlætis.`` |
4. | Þeim sem vinnur verða launin ekki reiknuð af náð, heldur eftir verðleika. |
5. | Hinum aftur á móti, sem ekki vinnur, en trúir á hann sem réttlætir óguðlegan, er trú hans reiknuð til réttlætis. |
6. | Eins og líka Davíð lýsir þann mann sælan, sem Guð tilreiknar réttlæti án tillits til verka: |
7. | Sælir eru þeir, sem afbrotin eru fyrirgefin og syndir þeirra huldar. |
8. | Sæll er sá maður, sem Drottinn tilreiknar ekki synd. |
9. | Nær þá sæluboðun þessi aðeins til umskorinna manna? Eða líka til óumskorinna? Vér segjum: ,,Trúin var Abraham til réttlætis reiknuð.`` |
10. | Hvernig var hún þá tilreiknuð honum? Umskornum eða óumskornum? Hann var ekki umskorinn, heldur óumskorinn. |
11. | Og hann fékk tákn umskurnarinnar sem staðfestingu þess réttlætis af trú, sem hann átti óumskorinn. Þannig skyldi hann vera faðir allra þeirra, sem trúa óumskornir, til þess að réttlætið tilreiknist þeim, |
12. | og eins faðir þeirra umskornu manna, sem eru ekki aðeins umskornir heldur feta veg þeirrar trúar, er faðir vor Abraham hafði óumskorinn. |
13. | Ekki var Abraham eða niðjum hans fyrir lögmál gefið fyrirheitið, að hann skyldi verða erfingi heimsins, heldur fyrir trúar-réttlæti. |
14. | Ef lögmálsmennirnir eru erfingjar, er trúin ónýtt og fyrirheitið að engu gjört. |
15. | Því að lögmálið vekur reiði. En þar sem ekki er lögmál, þar eru ekki heldur lögmálsbrot. |
16. | Því er fyrirheitið byggt á trú, til þess að það sé af náð, og megi stöðugt standa fyrir alla niðja hans, ekki fyrir þá eina, sem hafa lögmálið, heldur og fyrir þá, sem eiga trú Abrahams. Hann er faðir vor allra, |
17. | eins og skrifað stendur: ,,Föður margra þjóða hef ég sett þig.`` Og það er hann frammi fyrir Guði, sem hann trúði á, honum sem lífgar dauða og kallar fram það, sem ekki er til eins og það væri til. |
18. | Abraham trúði með von, gegn von, að hann skyldi verða faðir margra þjóða, samkvæmt því sem sagt hafði verið: ,,Svo skal afkvæmi þitt verða.`` |
19. | Og ekki veiklaðist hann í trúnni þótt hann minntist þess, að hann var kominn að fótum fram _ hann var nálega tíræður, _ og að Sara gat ekki orðið barnshafandi sakir elli. |
20. | Um fyrirheit Guðs efaðist hann ekki með vantrú, heldur gjörðist styrkur í trúnni. Hann gaf Guði dýrðina, |
21. | og var þess fullviss, að hann er máttugur að efna það, sem hann hefur lofað. |
22. | ,,Fyrir því var það honum og til réttlætis reiknað.`` |
23. | En að það var honum tilreiknað, það var ekki ritað hans vegna einungis, |
24. | heldur líka vor vegna. Oss mun það tilreiknað verða, sem trúum á hann, sem uppvakti Jesú, Drottin vorn, frá dauðum,hann sem var framseldur vegna misgjörða vorra og vegna réttlætingar vorrar uppvakinn. |
25. | hann sem var framseldur vegna misgjörða vorra og vegna réttlætingar vorrar uppvakinn. |
← Romans (4/16) → |