← Psalms (60/150) → |
1. | Til söngstjórans. Lag: Vitnisburðarliljan. Miktam eftir Davíð, til fræðslu, |
2. | þá er hann barðist við Sýrlendinga frá Mesópotamíu og Sýrlendinga frá Sóba, og Jóab sneri við og vann sigur á Edómítum í Saltdalnum, tólf þúsund manns. |
3. | Guð, þú hefir útskúfað oss og tvístrað oss, þú reiddist oss _ snú þér aftur að oss. |
4. | Þú lést jörðina gnötra og rofna, gjör við sprungur hennar, því að hún reikar. |
5. | Þú lést lýð þinn kenna á hörðu, lést oss drekka vímuvín. |
6. | Þú hefir gefið þeim, er óttast þig, hermerki, að þeir mættu flýja undan bogunum. [Sela] |
7. | Hjálpa þú með hægri hendi þinni og bænheyr oss, til þess að ástvinir þínir megi frelsast. |
8. | Guð hefir sagt í helgidómi sínum: ,,Ég vil fagna, ég vil skipta Síkem, mæla út Súkkót-dal. |
9. | Ég á Gíleað og ég á Manasse, og Efraím er hlíf höfði mínu, Júda veldissproti minn. |
10. | Móab er mundlaug mín, í Edóm fleygi ég skónum mínum, yfir Filisteu fagna ég.`` |
11. | Hver vill fara með mig í örugga borg, hver vill flytja mig til Edóm?Þú hefir útskúfað oss, ó Guð, og þú, Guð, fer eigi út með hersveitum vorum. [ (Psalms 60:13) Veit oss lið gegn fjandmönnunum, því að mannahjálp er ónýt. ] [ (Psalms 60:14) Með Guðs hjálp munum vér hreystiverk vinna, og hann mun troða óvini vora fótum. ] |
12. | Þú hefir útskúfað oss, ó Guð, og þú, Guð, fer eigi út með hersveitum vorum. [ (Psalms 60:13) Veit oss lið gegn fjandmönnunum, því að mannahjálp er ónýt. ] [ (Psalms 60:14) Með Guðs hjálp munum vér hreystiverk vinna, og hann mun troða óvini vora fótum. ] |
← Psalms (60/150) → |