← Psalms (23/150) → |
1. | Davíðssálmur. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. |
2. | Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. |
3. | Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. |
4. | Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. |
5. | Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur.Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. |
6. | Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. |
← Psalms (23/150) → |