← Psalms (136/150) → |
1. | Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. |
2. | Þakkið Guði guðanna, því að miskunn hans varir að eilífu, |
3. | þakkið Drottni drottnanna, því að miskunn hans varir að eilífu, |
4. | honum, sem einn gjörir mikil dásemdarverk, því að miskunn hans varir að eilífu, |
5. | honum, sem skapaði himininn með speki, því að miskunn hans varir að eilífu, |
6. | honum, sem breiddi jörðina út á vötnunum, því að miskunn hans varir að eilífu, |
7. | honum, sem skapaði stóru ljósin, því að miskunn hans varir að eilífu, |
8. | sólina til þess að ráða deginum, því að miskunn hans varir að eilífu, |
9. | tunglið og stjörnurnar til þess að ráða nóttunni, því að miskunn hans varir að eilífu, |
10. | honum, sem laust Egypta með deyðing frumburðanna, því að miskunn hans varir að eilífu, |
11. | og leiddi Ísrael burt frá þeim, því að miskunn hans varir að eilífu, |
12. | með sterkri hendi og útréttum armlegg, því að miskunn hans varir að eilífu, |
13. | honum, sem skipti Rauðahafinu sundur, því að miskunn hans varir að eilífu, |
14. | og lét Ísrael ganga gegnum það, því að miskunn hans varir að eilífu, |
15. | og keyrði Faraó og her hans út í Rauðahafið, því að miskunn hans varir að eilífu, |
16. | honum, sem leiddi lýð sinn gegnum eyðimörkina, því að miskunn hans varir að eilífu, |
17. | honum, sem laust mikla konunga, því að miskunn hans varir að eilífu, |
18. | og deyddi volduga konunga, því að miskunn hans varir að eilífu, |
19. | Síhon Amorítakonung, því að miskunn hans varir að eilífu, |
20. | og Óg konung í Basan, því að miskunn hans varir að eilífu, |
21. | og gaf land þeirra að erfð, því að miskunn hans varir að eilífu, |
22. | að erfð Ísrael þjóni sínum, því að miskunn hans varir að eilífu, |
23. | honum, sem minntist vor í læging vorri, því að miskunn hans varir að eilífu, |
24. | og frelsaði oss frá fjandmönnum vorum, því að miskunn hans varir að eilífu, |
25. | sem gefur fæðu öllu holdi, því að miskunn hans varir að eilífu.Þakkið Guði himnanna, því að miskunn hans varir að eilífu. |
26. | Þakkið Guði himnanna, því að miskunn hans varir að eilífu. |
← Psalms (136/150) → |