← Psalms (116/150) → |
1. | Ég elska Drottin, af því að hann heyrir grátbeiðni mína. |
2. | Hann hefir hneigt eyra sitt að mér, og alla ævi vil ég ákalla hann. |
3. | Snörur dauðans umkringdu mig, angist Heljar mætti mér, ég mætti nauðum og harmi. |
4. | Þá ákallaði ég nafn Drottins: ,,Ó, Drottinn, bjarga sál minni!`` |
5. | Náðugur er Drottinn og réttlátur, og vor Guð er miskunnsamur. |
6. | Drottinn varðveitir varnarlausa, þegar ég var máttvana hjálpaði hann mér. |
7. | Verð þú aftur róleg, sála mín, því að Drottinn gjörir vel til þín. |
8. | Já, þú hreifst sál mína frá dauða, auga mitt frá gráti, fót minn frá hrösun. |
9. | Ég geng frammi fyrir Drottni á landi lifenda. |
10. | Ég trúði, þó ég segði: ,,Ég er mjög beygður.`` |
11. | Ég sagði í angist minni: ,,Allir menn ljúga.`` |
12. | Hvað á ég að gjalda Drottni fyrir allar velgjörðir hans við mig? |
13. | Ég lyfti upp bikar hjálpræðisins og ákalla nafn Drottins. |
14. | Ég greiði Drottni heit mín, og það í augsýn alls lýðs hans. |
15. | Dýr er í augum Drottins dauði dýrkenda hans. |
16. | Æ, Drottinn, víst er ég þjónn þinn, ég er þjónn þinn, sonur ambáttar þinnar, þú leystir fjötra mína. |
17. | Þér færi ég þakkarfórn og ákalla nafn Drottins. |
18. | Ég greiði Drottni heit mín, og það í augsýn alls lýðs hans,í forgörðum húss Drottins, í þér, Jerúsalem. Halelúja. |
19. | í forgörðum húss Drottins, í þér, Jerúsalem. Halelúja. |
← Psalms (116/150) → |