← Psalms (115/150) → |
1. | Gef eigi oss, Drottinn, eigi oss, heldur þínu nafni dýrðina sakir miskunnar þinnar og trúfesti. |
2. | Hví eiga heiðingjarnir að segja: ,,Hvar er Guð þeirra?`` |
3. | En vor Guð er í himninum, allt sem honum þóknast, það gjörir hann. |
4. | Skurðgoð þeirra eru silfur og gull, handaverk manna. |
5. | Þau hafa munn, en tala ekki, augu, en sjá ekki, |
6. | þau hafa eyru, en heyra ekki, nef, en finna engan þef. |
7. | Þau hafa hendur, en þreifa ekki, fætur, en ganga ekki, þau tala eigi með barka sínum. |
8. | Eins og þau eru, verða smiðir þeirra, allir þeir er á þau treysta. |
9. | En Ísrael treystir Drottni, hann er hjálp þeirra og skjöldur. |
10. | Arons ætt treystir Drottni, hann er hjálp þeirra og skjöldur. |
11. | Þeir sem óttast Drottin treysta Drottni, hann er hjálp þeirra og skjöldur. |
12. | Drottinn minnist vor, hann mun blessa, hann mun blessa Ísraels ætt, hann mun blessa Arons ætt, |
13. | hann mun blessa þá er óttast Drottin, yngri sem eldri. |
14. | Drottinn mun fjölga yður, sjálfum yður og börnum yðar. |
15. | Þér eruð blessaðir af Drottni, skapara himins og jarðar. |
16. | Himinninn er himinn Drottins, en jörðina hefir hann gefið mannanna börnum. |
17. | Eigi lofa andaðir menn Drottin, né heldur neinn sá, sem hniginn er í dauðaþögn,en vér viljum lofa Drottin, héðan í frá og að eilífu. Halelúja. |
18. | en vér viljum lofa Drottin, héðan í frá og að eilífu. Halelúja. |
← Psalms (115/150) → |