← Psalms (108/150) → |
1. | Ljóð. Davíðssálmur. |
2. | Hjarta mitt er stöðugt, ó Guð, ég vil syngja og leika, vakna þú, sála mín! |
3. | Vakna þú, harpa og gígja, ég vil vekja morgunroðann. |
4. | Ég vil lofa þig meðal lýðanna, Drottinn, vegsama þig meðal þjóðanna, |
5. | því að miskunn þín er himnum hærri, og trúfesti þín nær til skýjanna. |
6. | Sýn þig himnum hærri, ó Guð, og dýrð þín breiðist yfir gjörvalla jörðina, |
7. | til þess að ástvinir þínir megi frelsast. Hjálpa þú með hægri hendi þinni og bænheyr mig. |
8. | Guð hefir sagt í helgidómi sínum: ,,Ég vil fagna, ég vil skipta Síkem, mæla út Súkkót-dal. |
9. | Ég á Gíleað, ég á Manasse, og Efraím er hlíf höfði mínu, Júda veldissproti minn. |
10. | Móab er mundlaug mín, í Edóm fleygi ég skónum mínum, yfir Filisteu fagna ég.`` |
11. | Hver vill fara með mig í örugga borg, hver vill flytja mig til Edóm? |
12. | Þú hefir útskúfað oss, ó Guð, og þú, Guð, fer eigi út með hersveitum vorum.Veit oss lið gegn fjandmönnunum, því að mannahjálp er ónýt. [ (Psalms 108:14) Með Guðs hjálp munum vér hreystiverk vinna, og hann mun troða óvini vora fótum. ] |
13. | Veit oss lið gegn fjandmönnunum, því að mannahjálp er ónýt. [ (Psalms 108:14) Með Guðs hjálp munum vér hreystiverk vinna, og hann mun troða óvini vora fótum. ] |
← Psalms (108/150) → |