← Proverbs (26/31) → |
1. | Eins og snjór um sumar og eins og regn um uppskeru, eins illa á sæmd við heimskan mann. |
2. | Eins og spörfugl flögrar, eins og svala flýgur, eins er um óverðskuldaða formæling _ hún verður eigi að áhrínsorðum. |
3. | Svipan hæfir hestinum og taumurinn asnanum _ en vöndurinn baki heimskingjanna. |
4. | Svara þú ekki heimskingjanum eftir fíflsku hans, svo að þú verðir ekki honum jafn. |
5. | Svara þú heimskingjanum eftir fíflsku hans, svo að hann haldi ekki, að hann sé vitur. |
6. | Sá höggur af sér fæturna og fær að súpa á ranglæti, sem sendir orð með heimskingja. |
7. | Eins og lærleggir hins lama hanga máttlausir, svo er spakmæli í munni heimskingjanna. |
8. | Sá sem sýnir heimskum manni sæmd, honum fer eins og þeim, er bindur stein í slöngvu. |
9. | Eins og þyrnir, sem stingst upp í höndina á drukknum manni, svo er spakmæli í munni heimskingjanna. |
10. | Eins og skytta, sem hæfir allt, svo er sá sem leigir heimskingja, og sá er leigir vegfarendur. |
11. | Eins og hundur, sem snýr aftur til spýju sinnar, svo er heimskingi, sem endurtekur fíflsku sína. |
12. | Sjáir þú mann, sem þykist vitur, þá er meiri von um heimskingja en hann. |
13. | Letinginn segir: ,,Óargadýr er á veginum, ljón á götunum.`` |
14. | Hurðin snýst á hjörunum og letinginn í hvílu sinni. |
15. | Latur maður dýfir hendinni ofan í skálina, en honum verður þungt um að bera hana aftur upp að munninum. |
16. | Latur maður þykist vitrari en sjö, sem svara hyggilega. |
17. | Sá, sem kemst í æsing út af deilu, sem honum kemur ekki við, hann er eins og sá, sem tekur um eyrun á hundi, er hleypur fram hjá. |
18. | Eins og óður maður, sem kastar tundurörvum, banvænum skeytum, |
19. | eins er sá maður, er svikið hefir náunga sinn og segir síðan: ,,Ég er bara að gjöra að gamni mínu.`` |
20. | Þegar eldsneytið þrýtur, slokknar eldurinn, og þegar enginn er rógberinn, stöðvast deilurnar. |
21. | Eins og kol þarf til glóða og við til elds, svo þarf þrætugjarnan mann til að kveikja deilur. |
22. | Orð rógberans eru eins og sælgæti, og þau læsa sig inn í innstu fylgsni hjartans. |
23. | Eldheitir kossar og illt hjarta, það er sem sorasilfur utan af leirbroti. |
24. | Með vörum sínum gjörir hatursmaðurinn sér upp vinalæti, en í hjarta sínu hyggur hann á svik. |
25. | Þegar hann mælir fagurt, þá trú þú honum ekki, því að sjö andstyggðir eru í hjarta hans. |
26. | Þótt hatrið hylji sig hræsni, þá verður þó illska þess opinber á dómþinginu. |
27. | Sá sem grefur gröf, fellur í hana, og steinninn fellur aftur í fang þeim, er veltir honum.Lygin tunga hatar þá, er hún hefir sundur marið, og smjaðrandi munnur veldur glötun. |
28. | Lygin tunga hatar þá, er hún hefir sundur marið, og smjaðrandi munnur veldur glötun. |
← Proverbs (26/31) → |