← Proverbs (24/31) → |
1. | Öfunda ekki vonda menn og lát þig ekki langa til að vera með þeim, |
2. | því að hjarta þeirra býr yfir ofríkisverkum, og varir þeirra mæla ógæfu. |
3. | Fyrir speki verður hús reist, og fyrir hyggni verður það staðfast, |
4. | fyrir þekking fyllast forðabúrin alls konar dýrum og yndislegum fjármunum. |
5. | Vitur maður er betri en sterkur og fróður maður betri en aflmikill, |
6. | því að holl ráð skalt þú hafa, er þú heyr stríð, og þar sem margir ráðgjafar eru, fer allt vel. |
7. | Viskan er afglapanum ofviða, í borgarhliðinu lýkur hann ekki upp munni sínum. |
8. | Þann sem leggur stund á að gjöra illt, kalla menn varmenni. |
9. | Syndin er fíflslegt fyrirtæki, og spottarinn er mönnum andstyggð. |
10. | Látir þú hugfallast á neyðarinnar degi, þá er máttur þinn lítill. |
11. | Frelsaðu þá, sem leiddir eru fram til lífláts, og þyrm þeim, sem ganga skjögrandi að höggstokknum. |
12. | Segir þú: ,,Vér vissum það eigi,`` _ sá sem vegur hjörtun, hann verður sannarlega var við það, og sá sem vakir yfir sálu þinni, hann veit það og mun gjalda manninum eftir verkum hans. |
13. | Et þú hunang, son minn, því að það er gott, og hunangsseimur er gómi þínum sætur. |
14. | Nem á sama hátt speki fyrir sálu þína, finnir þú hana, er framtíð fyrir hendi, og von þín mun eigi að engu verða. |
15. | Sit eigi, þú hinn óguðlegi, um bústað hins réttláta og eyðilegg ekki heimkynni hans, |
16. | því að sjö sinnum fellur hinn réttláti og stendur aftur upp, en óguðlegir steypast í ógæfu. |
17. | Gleð þig eigi yfir falli óvinar þíns, og hjarta þitt fagni eigi yfir því að hann steypist, |
18. | svo að Drottinn sjái það ekki og honum mislíki, og hann snúi reiði sinni frá honum til þín. |
19. | Reiðst ekki vegna illgjörðamanna, öfunda eigi óguðlega, |
20. | því að vondur maður á enga framtíð fyrir höndum, á lampa óguðlegra slokknar. |
21. | Son minn, óttastu Drottin og konunginn, samlaga þig ekki óróaseggjum, |
22. | því að ógæfa þeirra ríður að þegar minnst varir, og ófarir beggja _ hver veit um þær? |
23. | Þessir orðskviðir eru líka eftir spekinga. Hlutdrægni í dómi er ljót. |
24. | Þeim sem segir við hinn seka: ,,Þú hefir rétt fyrir þér!`` honum formæla menn, honum bölvar fólk. |
25. | En þeim sem hegna eins og ber, mun vel vegna, yfir þá kemur ríkuleg blessun. |
26. | Sá kyssir á varirnar, sem veitir rétt svör. |
27. | Annastu verk þitt utan húss og ljúk því á akrinum, síðan getur þú byggt hús þitt. |
28. | Vertu eigi vottur gegn náunga þínum að ástæðulausu, eða mundir þú vilja svíkja með vörum þínum? |
29. | Seg þú ekki: ,,Eins og hann gjörði mér, eins ætla ég honum að gjöra, ég ætla að endurgjalda manninum eftir verkum hans!`` |
30. | Mér varð gengið fram hjá akri letingja nokkurs og fram hjá víngarði óviturs manns. |
31. | Og sjá, hann var allur vaxinn klungrum, hann var alþakinn netlum, og steingarðurinn umhverfis hann var hruninn. |
32. | En ég varð þess var, veitti því athygli, sá það og lét mér það að kenningu verða: |
33. | Sofa ögn enn, blunda ögn enn, leggja saman hendurnar ögn enn til að hvílast,þá kemur fátæktin yfir þig eins og ræningi og skorturinn eins og vopnaður maður. |
34. | þá kemur fátæktin yfir þig eins og ræningi og skorturinn eins og vopnaður maður. |
← Proverbs (24/31) → |