← Numbers (25/36) → |
1. | Meðan Ísrael dvaldi í Sittím, tók lýðurinn að drýgja hór með Móabs dætrum. |
2. | Buðu þær lýðnum til fórnarmáltíða goða sinna, og lýðurinn át og tilbað goð þeirra. |
3. | Og Ísrael hafði mök við Baal Peór. Upptendraðist þá reiði Drottins gegn Ísrael. |
4. | Drottinn sagði við Móse: ,,Tak með þér alla höfðingja lýðsins og líflát þá úti undir berum himni fyrir Drottni, svo að hin ákafa reiði Drottins hverfi í brott frá Ísrael.`` |
5. | Móse sagði þá við dómarana í Ísrael: ,,Drepi nú hver um sig þá af sínum mönnum, er mök hafa haft við Baal Peór.`` |
6. | Sjá, einn af Ísraelsmönnum kom og hafði með sér midíanska konu til bræðra sinna í augsýn Móse og alls safnaðar Ísraelsmanna, er þeir voru grátandi fyrir dyrum samfundatjaldsins. |
7. | En er Pínehas, sonur Eleasars Aronssonar prests, sá það, gekk hann fram úr söfnuðinum og tók spjót í hönd sér. |
8. | Fór hann á eftir Ísraelsmanninum inn í svefnhýsið og lagði þau bæði í gegn, Ísraelsmanninn og konuna, gegnum kviðinn. Staðnaði þá plágan meðal Ísraelsmanna. |
9. | En þeir sem dóu í plágunni, voru tuttugu og fjórar þúsundir. |
10. | Drottinn talaði við Móse og sagði: |
11. | ,,Pínehas, sonur Eleasars Aronssonar prests, hefir bægt reiði minni frá Ísraelsmönnum með því að vandlæta meðal þeirra með mínu vandlæti. Hefi ég því eigi gjöreytt Ísraelsmönnum í vandlæti mínu. |
12. | Seg því: ,Sjá, ég gef honum minn friðarsáttmála. |
13. | Hann og niðjar hans eftir hann skulu hljóta sáttmála ævarandi prestdóms fyrir það, að hann vandlætti vegna Guðs síns og friðþægði fyrir Ísraelsmenn.``` |
14. | Hinn vegni Ísraelsmaður, sá er veginn var ásamt midíönsku konunni, hét Simrí Salúson. Var hann höfðingi eins ættleggs meðal Símeoníta. |
15. | Og midíanska konan, sem vegin var, hét Kosbí Súrsdóttir, en hann var höfðingi yfir ættstofni einum í Midían. |
16. | Og Drottinn talaði við Móse og sagði: ,,Kreppið að Midíansmönnum og fellið þá,því að þeir hafa komið yður í krappan stað með brögðum þeim, er þeir beittu yður, bæði að því er snertir dýrkun Peórs og systur þeirra, Kosbí, dóttur midíanska höfðingjans, hennar sem vegin var, þá er plágan reið yfir sökum dýrkunar Peórs.`` |
17. | því að þeir hafa komið yður í krappan stað með brögðum þeim, er þeir beittu yður, bæði að því er snertir dýrkun Peórs og systur þeirra, Kosbí, dóttur midíanska höfðingjans, hennar sem vegin var, þá er plágan reið yfir sökum dýrkunar Peórs.`` |
← Numbers (25/36) → |