← Matthew (24/28) → |
1. | Jesús gekk út úr helgidóminum og hélt brott. Þá komu lærisveinar hans og vildu sýna honum byggingar helgidómsins. |
2. | Hann sagði við þá: ,,Þér sjáið allt þetta? Sannlega segi ég yður, hér mun ekki eftir látinn steinn yfir steini, er eigi sé niður brotinn.`` |
3. | Þá er hann sat á Olíufjallinu, gengu lærisveinarnir til hans og spurðu hann einslega: ,,Seg þú oss, hvenær verður þetta? Og hvert mun tákn komu þinnar og endaloka veraldar?`` |
4. | Jesús svaraði þeim: ,,Varist að láta nokkurn leiða yður í villu. |
5. | Margir munu koma í mínu nafni og segja: ,Ég er Kristur!` og marga munu þeir leiða í villu. |
6. | Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi. Gætið þess, að skelfast ekki. Þetta á að verða, en endirinn er ekki þar með kominn. |
7. | Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. |
8. | Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna. |
9. | Þá munu menn framselja yður til pyndinga og taka af lífi, og allar þjóðir munu hata yður vegna nafns míns. |
10. | Margir munu þá falla frá og framselja hver annan og hata. |
11. | Fram munu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu. |
12. | Og vegna þess að lögleysi magnast, mun kærleikur flestra kólna. |
13. | En sá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða. |
14. | Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma. |
15. | Þegar þér sjáið viðurstyggð eyðingarinnar, sem Daníel spámaður talar um, standa á helgum stað,`` _ lesandinn athugi það _ |
16. | ,,þá flýi þeir, sem í Júdeu eru, til fjalla. |
17. | Sá sem er uppi á þaki, fari ekki ofan að sækja neitt í hús sitt. |
18. | Og sá sem er á akri, skal ekki hverfa aftur að taka yfirhöfn sína. |
19. | Vei þeim sem þungaðar eru eða börn hafa á brjósti á þeim dögum. |
20. | Biðjið, að flótti yðar verði ekki um vetur eða á hvíldardegi. |
21. | Þá verður sú mikla þrenging, sem engin hefur þvílík verið frá upphafi heims allt til þessa og mun aldrei verða. |
22. | Ef dagar þessir hefðu ekki verið styttir, kæmist enginn maður af. En vegna hinna útvöldu munu þeir dagar styttir verða. |
23. | Ef einhver segir þá við yður: ,Hér er Kristur` eða ,þar`, þá trúið því ekki. |
24. | Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra stór tákn og undur til að leiða afvega jafnvel hina útvöldu, ef orðið gæti. |
25. | Sjá, ég hef sagt yður það fyrir. |
26. | Ef þeir segja við yður: ,Sjá, hann er í óbyggðum,` þá farið ekki þangað. Ef þeir segja: ,Sjá, hann er í leynum,` þá trúið því ekki. |
27. | Eins og elding sem leiftrar frá austri til vesturs, svo mun verða koma Mannssonarins. |
28. | Þar munu ernirnir safnast, sem hræið er. |
29. | En þegar eftir þrenging þessara daga mun sólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar himnanna bifast. |
30. | Þá mun tákn Mannssonarins birtast á himni, og allar kynkvíslir jarðarinnar hefja kveinstafi. Og menn munu sjá Mannssoninn koma á skýjum himins með mætti og mikilli dýrð. |
31. | Hann mun senda út engla sína með hvellum lúðri, og þeir munu safna hans útvöldu úr áttunum fjórum, himinskauta milli. |
32. | Nemið líkingu af fíkjutrénu. Þegar greinar þess fara að mýkjast og laufið að springa út, þá vitið þér, að sumar er í nánd. |
33. | Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið allt þetta, að hann er í nánd, fyrir dyrum. |
34. | Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok, uns allt þetta er komið fram. |
35. | Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða. |
36. | En þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn, enginn nema faðirinn einn. |
37. | Eins og var á dögum Nóa, svo mun verða við komu Mannssonarins. |
38. | Dagana fyrir flóðið átu menn og drukku, kvæntust og giftust allt til þess dags, er Nói gekk í örkina. |
39. | Og þeir vissu ekki, fyrr en flóðið kom og hreif þá alla burt. Eins verður við komu Mannssonarins. |
40. | Þá verða tveir á akri, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn. |
41. | Tvær munu mala á kvörn, önnur verður tekin, hin eftir skilin. |
42. | Vakið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. |
43. | Það skiljið þér, að húsráðandi vekti og léti ekki brjótast inn í hús sitt, ef hann vissi á hvaða stundu nætur þjófurinn kæmi. |
44. | Verið þér og viðbúnir, því að Mannssonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér ætlið eigi. |
45. | Hver er sá trúi og hyggni þjónn, sem húsbóndinn hefur sett yfir hjú sín að gefa þeim mat á réttum tíma? |
46. | Sæll er sá þjónn, er húsbóndinn finnur breyta svo, er hann kemur. |
47. | Sannlega segi ég yður: Hann mun setja hann yfir allar eigur sínar. |
48. | En ef illur þjónn segir í hjarta sínu: ,Húsbónda mínum dvelst,` |
49. | og hann tekur að berja samþjóna sína og eta og drekka með svöllurum, |
50. | þá mun húsbóndi þess þjóns koma á þeim degi, sem hann væntir ekki, á þeirri stundu, sem hann veit ekki,höggva hann og láta hann fá hlut með hræsnurum. Þar verður grátur og gnístran tanna. |
51. | höggva hann og láta hann fá hlut með hræsnurum. Þar verður grátur og gnístran tanna. |
← Matthew (24/28) → |