← Matthew (17/28) → |
1. | Eftir sex daga tekur Jesús með sér þá Pétur, Jakob og Jóhannes, bróður hans og fer með þá upp á hátt fjall, að þeir væru einir saman. |
2. | Þar ummyndaðist hann fyrir augum þeirra, ásjóna hans skein sem sól, og klæði hans urðu björt eins og ljós. |
3. | Og Móse og Elía birtust þeim, og voru þeir á tali við hann. |
4. | Pétur tók til máls og sagði við Jesú: ,,Herra, gott er, að vér erum hér. Ef þú vilt, skal ég gjöra hér þrjár tjaldbúðir, þér eina, Móse eina og Elía eina.`` |
5. | Meðan hann var enn að tala, skyggði yfir þá bjart ský, og rödd úr skýinu sagði: ,,Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á. Hlýðið á hann!`` |
6. | Þegar lærisveinarnir heyrðu þetta, féllu þeir fram á ásjónur sínar og hræddust mjög. |
7. | Jesús gekk til þeirra, snart þá og mælti: ,,Rísið upp, og óttist ekki.`` |
8. | En er þeir hófu upp augu sín, sáu þeir engan nema Jesú einan. |
9. | Á leiðinni ofan fjallið bauð Jesús þeim og mælti: ,,Segið engum frá sýninni, fyrr en Mannssonurinn er risinn upp frá dauðum.`` |
10. | Lærisveinarnir spurðu hann: ,,Hví segja fræðimennirnir, að Elía eigi fyrst að koma?`` |
11. | Hann svaraði: ,,Víst kemur Elía og færir allt í lag. |
12. | En ég segi yður: Elía er þegar kominn, og menn þekktu hann ekki, heldur gjörðu honum allt sem þeir vildu. Eins mun og Mannssonurinn píslir þola af hendi þeirra.`` |
13. | Þá skildu lærisveinarnir, að hann hafði talað við þá um Jóhannes skírara. |
14. | Þegar þeir komu til fólksins, gekk til hans maður, féll á kné fyrir honum |
15. | og sagði: ,,Herra, miskunna þú syni mínum. Hann er tunglsjúkur og illa haldinn. Oft fellur hann á eld og oft í vatn. |
16. | Ég fór með hann til lærisveina þinna, en þeir gátu ekki læknað hann.`` |
17. | Jesús svaraði: ,,Ó, þú vantrúa og rangsnúna kynslóð, hversu lengi á ég að vera hjá yður? Hversu lengi á ég að umbera yður? Færið hann hingað til mín.`` |
18. | Og Jesús hastaði á hann og illi andinn fór úr honum. Og sveinninn varð heill frá þeirri stundu. |
19. | Þá komu lærisveinarnir til Jesú og spurðu hann einslega: ,,Hvers vegna gátum vér ekki rekið hann út?`` |
20. | Hann svaraði þeim: ,,Vegna þess að yður skortir trú. Sannlega segi ég yður: Ef þér hafið trú eins og mustarðskorn, getið þér sagt við fjall þetta: Flyt þig héðan og þangað, og það mun flytja sig. Ekkert verður yður um megn. [ |
21. | En þetta kyn verður eigi út rekið nema með bæn og föstu.]`` |
22. | Þegar þeir voru saman í Galíleu, sagði Jesús við þá: ,,Mannssonurinn verður framseldur í manna hendur, |
23. | og þeir munu lífláta hann, en á þriðja degi mun hann upp rísa.`` Þeir urðu mjög hryggir. |
24. | Þá er þeir komu til Kapernaum, gengu menn þeir, sem heimta inn musterisgjaldið, til Péturs og spurðu: ,,Geldur meistari yðar eigi musterisgjaldið?`` |
25. | Hann kvað svo vera. En er hann kom inn, tók Jesús fyrr til máls og mælti: ,,Hvað líst þér, Símon? Af hverjum heimta konungar jarðarinnar toll eða skatt? Af börnum sínum eða vandalausum?`` |
26. | ,,Af vandalausum,`` sagði Pétur. Jesús mælti: ,,Þá eru börnin frjáls.En til þess vér hneykslum þá ekki, skaltu fara niður að vatni og renna öngli, taktu síðan fyrsta fiskinn, sem þú dregur, opna munn hans og muntu finna pening. Tak hann og greið þeim fyrir mig og þig.`` |
27. | En til þess vér hneykslum þá ekki, skaltu fara niður að vatni og renna öngli, taktu síðan fyrsta fiskinn, sem þú dregur, opna munn hans og muntu finna pening. Tak hann og greið þeim fyrir mig og þig.`` |
← Matthew (17/28) → |