← Matthew (12/28) → |
1. | Um þessar mundir fór Jesús um sáðlönd á hvíldardegi. Lærisveinar hans kenndu hungurs og tóku að tína kornöx og eta. |
2. | Þegar farísear sáu það, sögðu þeir við hann: ,,Lít á, lærisveinar þínir gjöra það, sem ekki er leyft að gjöra á hvíldardegi.`` |
3. | Hann svaraði þeim: ,,Hafið þér eigi lesið, hvað Davíð gjörði, þegar hann hungraði og menn hans? |
4. | Hann fór inn í Guðs hús, og þeir átu skoðunarbrauðin, sem hvorki hann né menn hans og engir nema prestarnir máttu eta. |
5. | Eða hafið þér ekki lesið í lögmálinu, að prestar vanhelga hvíldardaginn í musterinu á hvíldardögum, og eru þó án saka? |
6. | En ég segi yður: Hér er meira en musterið. |
7. | Ef þér hefðuð skilið, hvað felst í orðunum: ,Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir,` munduð þér ekki hafa sakfellt saklausa menn. |
8. | Því að Mannssonurinn er herra hvíldardagsins.`` |
9. | Hann fór þaðan og kom í samkundu þeirra. |
10. | Þar var maður með visna hönd. Og þeir spurðu Jesú: ,,Er leyfilegt að lækna á hvíldardegi?`` Þeir hugðust kæra hann. |
11. | Hann svarar þeim: ,,Nú á einhver yðar eina sauðkind, og hún fellur í gryfju á hvíldardegi. Mundi hann ekki taka hana og draga upp úr? |
12. | Hve miklu er þó maðurinn sauðkindinni fremri! Það er því leyfilegt að gjöra góðverk á hvíldardegi.`` |
13. | Síðan segir hann við manninn: ,,Réttu fram hönd þína.`` Hann rétti fram höndina, og hún varð heil sem hin. |
14. | Þá gengu farísearnir út og tóku saman ráð sín gegn honum, hvernig þeir gætu náð lífi hans. |
15. | Þegar Jesús varð þess vís, fór hann þaðan. Margir fylgdu honum, og alla læknaði hann. |
16. | En hann lagði ríkt á við þá, að þeir gjörðu hann eigi kunnan. |
17. | Þannig rættist það, sem sagt er fyrir munn Jesaja spámanns: |
18. | Sjá þjón minn, sem ég hef útvalið, minn elskaða, sem sál mín hefur þóknun á. Ég mun láta anda minn koma yfir hann, og hann mun boða þjóðunum rétt. |
19. | Eigi mun hann þrátta né hrópa, og eigi mun raust hans heyrast á strætum. |
20. | Brákaðan reyr brýtur hann ekki, og rjúkandi hörkveik mun hann ekki slökkva, uns hann hefur leitt réttinn til sigurs. |
21. | Á nafn hans munu þjóðirnar vona. |
22. | Þá var færður til hans maður haldinn illum anda, blindur og mállaus. Hann læknaði hann, svo að hinn dumbi gat talað og séð. |
23. | Allt fólkið varð furðu lostið og sagði: ,,Hann er þó ekki sonur Davíðs?`` |
24. | Þegar farísear heyrðu það, sögðu þeir: ,,Þessi rekur ekki út illa anda nema með fulltingi Beelsebúls, höfðingja illra anda.`` |
25. | En Jesús vissi hugsanir þeirra og sagði við þá: ,,Hvert það ríki, sem er sjálfu sér sundurþykkt, leggst í auðn, og hver sú borg eða heimili, sem er sjálfu sér sundurþykkt, fær ekki staðist. |
26. | Ef Satan rekur Satan út, er hann sjálfum sér sundurþykkur. Hvernig fær ríki hans þá staðist? |
27. | Og ef ég rek illu andana út með fulltingi Beelsebúls, með hverju reka þá yðar menn þá út? Því skulu þeir vera dómarar yðar. |
28. | En ef ég rek illu andana út með Guðs anda, þá er Guðs ríki þegar yfir yður komið. |
29. | Eða hvernig fær nokkur brotist inn í hús hins sterka og rænt föngum hans, nema hann bindi áður hinn sterka, þá getur hann rænt hús hans. |
30. | Hver sem er ekki með mér, er á móti mér, og hver sem safnar ekki saman með mér, hann sundurdreifir. |
31. | Þess vegna segi ég yður: Hver synd og guðlöstun verður mönnum fyrirgefin, en guðlast gegn andanum verður ekki fyrirgefið. |
32. | Hverjum sem mælir gegn Mannssyninum, verður það fyrirgefið, en þeim sem mælir gegn heilögum anda, verður ekki fyrirgefið, hvorki í þessum heimi né í hinum komanda. |
33. | Annaðhvort er tréð gott og ávöxturinn góður eða tréð vont og ávöxturinn vondur. Því af ávextinum þekkist tréð. |
34. | Þér nöðru kyn, hvernig getið þér, sem eruð vondir, talað gott? Af gnægð hjartans mælir munnurinn. |
35. | Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði, en vondur maður ber vont fram úr vondum sjóði. |
36. | En ég segi yður: Hvert ónytjuorð, sem menn mæla, munu þeir verða að svara fyrir á dómsdegi. |
37. | Því af orðum þínum muntu sýknaður, og af orðum þínum muntu sakfelldur verða.`` |
38. | Þá sögðu nokkrir fræðimenn og farísear við hann: ,,Meistari, vér viljum sjá þig gjöra tákn.`` |
39. | Hann svaraði þeim: ,,Vond og ótrú kynslóð heimtar tákn, en eigi verður henni annað tákn gefið en tákn Jónasar spámanns. |
40. | Jónas var í kviði stórhvelisins þrjá daga og þrjár nætur, og eins mun Mannssonurinn vera þrjá daga og þrjár nætur í skauti jarðar. |
41. | Nínívemenn munu koma fram í dóminum ásamt kynslóð þessari og sakfella hana, því að þeir gjörðu iðrun við prédikun Jónasar, og hér er meira en Jónas. |
42. | Drottning Suðurlanda mun rísa upp í dóminum ásamt þessari kynslóð og sakfella hana, því að hún kom frá endimörkum jarðar að heyra speki Salómons, og hér er meira en Salómon. |
43. | Þegar óhreinn andi fer út af manni, reikar hann um eyðihrjóstur og leitar hælis, en finnur ekki. |
44. | Þá segir hann: ,Ég vil hverfa aftur í hús mitt, þaðan sem ég fór.` Og er hann kemur og finnur það tómt, sópað og prýtt, |
45. | fer hann og tekur með sér sjö aðra anda sér verri, og þeir fara inn og setjast þar að, og verður svo hlutur þess manns verri eftir en áður. Eins mun fara fyrir þessari vondu kynslóð.`` |
46. | Meðan hann var enn að tala við fólkið kom móðir hans og bræður. Þau stóðu úti og vildu tala við hann. |
47. | Einhver sagði við hann: ,,Móðir þín og bræður standa hér úti og vilja tala við þig.`` |
48. | Jesús svaraði þeim, er við hann mælti: ,,Hver er móðir mín, og hverjir eru bræður mínir?`` |
49. | Og hann rétti út höndina yfir lærisveina sína og sagði: ,,Hér er móðir mín og bræður mínir.Hver sem gjörir vilja föður míns, sem er á himnum, sá er bróðir minn, systir og móðir.`` |
50. | Hver sem gjörir vilja föður míns, sem er á himnum, sá er bróðir minn, systir og móðir.`` |
← Matthew (12/28) → |