← Judges (8/21) → |
1. | Efraímítar sögðu við Gídeon: ,,Hví gjörðir þú oss þetta, að kalla oss eigi? Heldur hefir þú farið einn til þess að berjast við Midíaníta.`` Og þeir þráttuðu ákaflega við hann. |
2. | Þá sagði hann við þá: ,,Hvað hefi ég nú gjört í samanburði við yður? Er ekki eftirtíningur Efraíms betri en vínberjatekja Abíesers? |
3. | Í yðar hendur hefir Guð gefið höfðingja Midíans, þá Óreb og Seeb. Hvað hefi ég megnað að gjöra í samanburði við yður?`` Og er hann hafði þetta mælt, sefaðist reiði þeirra við hann. |
4. | Gídeon kom nú að Jórdan og fór yfir hana með þau þrjú hundruð manna, er með honum voru, en þeir voru þreyttir orðnir að reka flóttann. |
5. | Og hann sagði við Súkkótbúa: ,,Gefið liðinu, sem fylgir mér, brauðhleifa, því að þeir eru þreyttir orðnir, þar eð ég er að elta þá Seba og Salmúna, Midíans konunga.`` |
6. | En höfðingjarnir í Súkkót sögðu: ,,Eru þeir Seba og Salmúna þegar gengnir þér svo í greipar, að vér megum gefa her þínum brauð?`` |
7. | Þá sagði Gídeon: ,,Sé það svo! Þegar Drottinn gefur Seba og Salmúna í mínar hendur, þá skal ég þreskja hold yðar með þyrnum eyðimerkurinnar og með þistlum.`` |
8. | Þaðan fór hann til Penúel og mælti við þá á sömu leið. En Penúelbúar svöruðu honum hinu sama og Súkkótbúar höfðu svarað. |
9. | Þá sagði hann og við Penúelbúa á þessa leið: ,,Þegar ég kem aftur heilu og höldnu, mun ég brjóta niður kastala þennan.`` |
10. | Þeir Seba og Salmúna voru í Karkór og herlið þeirra með þeim, um fimmtán þúsundir manna, allir þeir, er eftir voru af öllum her austurbyggja, en eitt hundrað og tuttugu þúsundir vopnaðra manna voru fallnar. |
11. | Fór Gídeon nú tjaldbúaleið fyrir austan Nóba og Jogbeha og réðst á herbúðirnar, þá er herinn uggði eigi að sér. |
12. | Þeir Seba og Salmúna flýðu, en hann elti þá og tók höndum báða Midíanskonungana Seba og Salmúna, og tvístraði öllum hernum. |
13. | Eftir það sneri Gídeon Jóasson aftur úr leiðangrinum hjá Heresstígnum. |
14. | Og hann tók höndum svein nokkurn frá Súkkótbúum og kvaddi hann sagna, og sveinninn skrifaði upp fyrir hann höfðingjana í Súkkót og öldungana, sjötíu og sjö manns. |
15. | Og er hann kom til Súkkótbúa, sagði hann: ,,Hér eru þú þeir Seba og Salmúna, er þér hædduð mig fyrir og sögðuð: ,Eru þeir Seba og Salmúna þegar gengnir svo í greipar þér, að vér megum gefa þreyttum mönnum þínum brauð?``` |
16. | Og hann tók öldunga borgarinnar og þyrna eyðimerkurinnar og þistla og lét Súkkótbúa kenna á þeim. |
17. | Og hann braut niður kastalann í Penúel og drap borgarbúa. |
18. | Síðan sagði hann við Seba og Salmúna: ,,Hvernig voru þeir menn í hátt, er þið drápuð hjá Tabor?`` Þeir sögðu: ,,Þeir voru alveg eins og þú. Voru þeir allir slíkir ásýndum sem væru þeir konungssynir.`` |
19. | Þá sagði hann: ,,Þeir hafa verið bræður mínir, synir móður minnar. Svo sannarlega sem Drottinn lifir: Ef þið hefðuð gefið þeim líf, mundi ég ekki hafa drepið ykkur.`` |
20. | Því næst sagði hann við Jeter, frumgetinn son sinn: ,,Far þú til og drep þá!`` En sveinninn brá ekki sverði sínu, því að hann bar ekki hug til, enda var hann ungur að aldri. |
21. | En þeir Seba og Salmúna sögðu: ,,Far þú sjálfur til og vinn á okkur, því að afl fylgir aldri manns.`` Fór þá Gídeon til og drap þá Seba og Salmúna og tók tinglin, sem voru um hálsana á úlföldum þeirra. |
22. | Þá sögðu Ísraelsmenn við Gídeon: ,,Drottna þú yfir oss, bæði þú og sonur þinn og sonarsonur þinn, því að þú hefir frelsað oss af hendi Midíans.`` |
23. | En Gídeon sagði við þá: ,,Eigi mun ég drottna yfir yður, og eigi mun sonur minn heldur drottna yfir yður. Drottinn skal yfir yður drottna.`` |
24. | Þá sagði Gídeon við þá: ,,Bónar vil ég biðja yður. Gefið mér allir eyrnahringa þá, er þér hafið fengið að herfangi,`` _ en Ísmaelítar báru eyrnahringa af gulli. |
25. | Þeir svöruðu: ,,Vér viljum fúslega gefa þér þá.`` Og þeir breiddu út skikkju og köstuðu þangað hver og einn eyrnahringum þeim, er þeir höfðu fengið að herfangi. |
26. | En þyngd þessara eyrnahringa af gulli, er hann beiðst hafði, var eitt þúsund og sjö hundruð siklar gulls, fyrir utan tinglin, eyrnaperlurnar og purpuraklæðin, sem Midíanskonungarnir báru, og fyrir utan festar þær, sem voru um hálsana á úlföldum þeirra. |
27. | Og Gídeon gjörði úr því hökul og reisti hann upp í borg sinni, í Ofra, og allur Ísrael tók þar fram hjá með honum, og það varð Gídeon og húsi hans að tálsnöru. |
28. | Þannig urðu Midíanítar að lúta í lægra haldi fyrir Ísraelsmönnum og máttu aldrei síðan höfuð hefja. Var nú friður í landi í fjörutíu ár, meðan Gídeon var á lífi. |
29. | Því næst hélt Jerúbbaal Jóasson heim til sín og bjó í sínu húsi. |
30. | Gídeon átti sjötíu sonu, sem út gengnir voru af lendum hans, því að hann átti margar konur. |
31. | Og hjákona hans, sú er hann átti í Síkem, fæddi honum og son, og hann nefndi hann Abímelek. |
32. | Gídeon Jóasson dó í góðri elli og var grafinn í gröf Jóasar, föður síns, í Ofra Abíesrítanna. |
33. | En er Gídeon var dáinn, tóku Ísraelsmenn enn af nýju fram hjá með Baölum, og gjörðu Sáttmála-Baal að guði sínum. |
34. | Og Ísraelsmenn minntust ekki Drottins, Guðs síns, sem frelsað hafði þá úr höndum allra óvina þeirra hringinn í kring,og ekki auðsýndu þeir heldur kærleika húsi Jerúbbaals, Gídeons, fyrir allt hið góða, sem hann hafði gjört Ísrael. |
35. | og ekki auðsýndu þeir heldur kærleika húsi Jerúbbaals, Gídeons, fyrir allt hið góða, sem hann hafði gjört Ísrael. |
← Judges (8/21) → |