← John (15/21) → |
1. | ,,Ég er hinn sanni vínviður, og faðir minn er vínyrkinn. |
2. | Hverja þá grein á mér, sem ber ekki ávöxt, sníður hann af, og hverja þá, sem ávöxt ber, hreinsar hann, svo að hún beri meiri ávöxt. |
3. | Þér eruð þegar hreinir vegna orðsins, sem ég hef talað til yðar. |
4. | Verið í mér, þá verð ég í yður. Eins og greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér, nema hún sé á vínviðnum, eins getið þér ekki heldur borið ávöxt, nema þér séuð í mér. |
5. | Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört. |
6. | Hverjum sem er ekki í mér, verður varpað út eins og greinunum, og hann visnar. Þeim er safnað saman og varpað á eld og brennt. |
7. | Ef þér eruð í mér og orð mín eru í yður, þá biðjið um hvað sem þér viljið, og yður mun veitast það. |
8. | Með því vegsamast faðir minn, að þér berið mikinn ávöxt, og verðið lærisveinar mínir. |
9. | Ég hef elskað yður, eins og faðirinn hefur elskað mig. Verið stöðugir í elsku minni. |
10. | Ef þér haldið boðorð mín, verðið þér stöðugir í elsku minni, eins og ég hef haldið boðorð föður míns og er stöðugur í elsku hans. |
11. | Þetta hef ég talað til yðar, til þess að fögnuður minn sé í yður og fögnuður yðar sé fullkominn. |
12. | Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður. |
13. | Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. |
14. | Þér eruð vinir mínir, ef þér gjörið það, sem ég býð yður. |
15. | Ég kalla yður ekki framar þjóna, því þjónninn veit ekki, hvað herra hans gjörir. En ég kalla yður vini, því ég hef kunngjört yður allt, sem ég heyrði af föður mínum. |
16. | Þér hafið ekki útvalið mig, heldur hef ég útvalið yður. Ég hef ákvarðað yður til að fara og bera ávöxt, ávöxt, sem varir, svo að faðirinn veiti yður sérhvað það sem þér biðjið hann um í mínu nafni. |
17. | Þetta býð ég yður, að þér elskið hver annan. |
18. | Ef heimurinn hatar yður, þá vitið, að hann hefur hatað mig fyrr en yður. |
19. | Væruð þér af heiminum, mundi heimurinn elska sitt eigið. Heimurinn hatar yður af því að þér eruð ekki af heiminum, heldur hef ég útvalið yður úr heiminum. |
20. | Minnist orðanna, sem ég sagði við yður: Þjónn er ekki meiri en herra hans. Hafi þeir ofsótt mig, þá munu þeir líka ofsækja yður. Hafi þeir varðveitt orð mitt, munu þeir líka varðveita yðar. |
21. | En allt þetta munu þeir yður gjöra vegna nafns míns, af því að þeir þekkja eigi þann, sem sendi mig. |
22. | Hefði ég ekki komið og talað til þeirra, væru þeir ekki sekir um synd. En nú hafa þeir ekkert til afsökunar synd sinni. |
23. | Sá sem hatar mig, hatar og föður minn. |
24. | Hefði ég ekki unnið meðal þeirra þau verk, sem enginn annar hefur gjört, væru þeir ekki sekir um synd. En nú hafa þeir séð þau og hata þó bæði mig og föður minn. |
25. | Svo hlaut að rætast orðið, sem ritað er í lögmáli þeirra: ,Þeir hötuðu mig án saka.` |
26. | Þegar hjálparinn kemur, sem ég sendi yður frá föðurnum, sannleiksandinn, er út gengur frá föðurnum, mun hann vitna um mig.Þér skuluð einnig vitni bera, því þér hafið verið með mér frá upphafi. |
27. | Þér skuluð einnig vitni bera, því þér hafið verið með mér frá upphafi. |
← John (15/21) → |