← John (14/21) → |
1. | ,,Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. |
2. | Í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo, hefði ég þá sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað? |
3. | Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er. |
4. | Veginn þangað, sem ég fer, þekkið þér.`` |
5. | Tómas segir við hann: ,,Herra, vér vitum ekki, hvert þú ferð, hvernig getum vér þá þekkt veginn?`` |
6. | Jesús segir við hann: ,,Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig. |
7. | Ef þér hafið þekkt mig, munuð þér og þekkja föður minn. Héðan af þekkið þér hann og hafið séð hann.`` |
8. | Filippus segir við hann: ,,Herra, sýn þú oss föðurinn. Það nægir oss.`` |
9. | Jesús svaraði: ,,Ég hef verið með yður allan þennan tíma, og þú þekkir mig ekki, Filippus? Sá sem hefur séð mig, hefur séð föðurinn. Hvernig segir þú þá: ,Sýn þú oss föðurinn`? |
10. | Trúir þú ekki, að ég er í föðurnum og faðirinn í mér? Orðin, sem ég segi við yður, tala ég ekki af sjálfum mér. Faðirinn, sem í mér er, vinnur sín verk. |
11. | Trúið mér, að ég er í föðurnum og faðirinn í mér. Ef þér gerið það ekki, trúið þá vegna sjálfra verkanna. |
12. | Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem trúir á mig, mun einnig gjöra þau verk, sem ég gjöri. Og hann mun gjöra meiri verk en þau, því ég fer til föðurins. |
13. | Og hvers sem þér biðjið í mínu nafni, það mun ég gjöra, svo að faðirinn vegsamist í syninum. |
14. | Ef þér biðjið mig einhvers í mínu nafni, mun ég gjöra það. |
15. | Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín. |
16. | Ég mun biðja föðurinn, og hann mun gefa yður annan hjálpara, að hann sé hjá yður að eilífu, |
17. | anda sannleikans, sem heimurinn getur ekki tekið á móti, því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann, því hann er hjá yður og verður í yður. |
18. | Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlausa. Ég kem til yðar. |
19. | Innan skamms mun heimurinn ekki sjá mig framar. Þér munuð sjá mig, því ég lifi og þér munuð lifa. |
20. | Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður. |
21. | Sá sem hefur boðorð mín og heldur þau, hann er sá sem elskar mig. En sá sem elskar mig, mun elskaður verða af föður mínum, og ég mun elska hann og birta honum sjálfan mig.`` |
22. | Júdas _ ekki Ískaríot _ sagði við hann: ,,Herra, hverju sætir það, að þú vilt birtast oss, en eigi heiminum?`` |
23. | Jesús svaraði: ,,Sá sem elskar mig, varðveitir mitt orð, og faðir minn mun elska hann. Til hans munum við koma og gjöra okkur bústað hjá honum. |
24. | Sá sem elskar mig ekki, varðveitir ekki mín orð. Orðið, sem þér heyrið, er ekki mitt, heldur föðurins, sem sendi mig. |
25. | Þetta hef ég talað til yðar, meðan ég var hjá yður. |
26. | En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður. |
27. | Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist. |
28. | Þér heyrðuð, að ég sagði við yður: ,Ég fer burt og kem til yðar.` Ef þér elskuðuð mig, yrðuð þér glaðir af því, að ég fer til föðurins, því faðirinn er mér meiri. |
29. | Nú hef ég sagt yður það, áður en það verður, svo að þér trúið, þegar það gerist. |
30. | Ég mun ekki framar tala margt við yður, því höfðingi heimsins kemur. Í mér á hann ekki neitt.En heimurinn á að sjá, að ég elska föðurinn og gjöri eins og faðirinn hefur boðið mér. Standið upp, vér skulum fara héðan.`` |
31. | En heimurinn á að sjá, að ég elska föðurinn og gjöri eins og faðirinn hefur boðið mér. Standið upp, vér skulum fara héðan.`` |
← John (14/21) → |