← Job (19/42) → |
1. | Þá svaraði Job og sagði: |
2. | Hversu lengi ætlið þér að angra sál mína og mylja mig sundur með orðum? |
3. | Þér hafið þegar smánað mig tíu sinnum, þér skammist yðar ekki fyrir að misþyrma mér. |
4. | Og hafi mér í raun og veru orðið á, þá varðar það mig einan. |
5. | Ef þér í raun og veru ætlið að hrokast upp yfir mig, þá sannið mér svívirðing mína. |
6. | Kannist þó við, að Guð hafi hallað rétti mínum og umkringt mig með neti sínu. |
7. | Sjá, ég kalla: Ofbeldi! og fæ ekkert svar, ég kalla á hjálp, en engan rétt er að fá. |
8. | Guð hefir girt fyrir veg minn, svo að ég kemst ekki áfram, og stigu mína hylur hann myrkri. |
9. | Heiðri mínum hefir hann afklætt mig og tekið kórónuna af höfði mér. |
10. | Hann brýtur mig niður á allar hliðar, svo að ég fari burt, og slítur upp von mína eins og tré. |
11. | Hann lætur reiði sína bálast gegn mér og telur mig óvin sinn. |
12. | Skarar hans koma allir saman og leggja braut sína gegn mér og setja herbúðir sínar kringum tjald mitt. |
13. | Bræður mína hefir hann gjört mér fráhverfa, og vinir mínir vilja eigi framar við mér líta. |
14. | Skyldmenni mín láta ekki sjá sig, og kunningjar mínir hafa gleymt mér. |
15. | Skjólstæðingar húss míns og þernur mínar álíta mig aðkomumann, og ég er orðinn útlendingur í augum þeirra. |
16. | Kalli ég á þjón minn, svarar hann ekki, ég verð að sárbæna hann með munni mínum. |
17. | Andi minn er konu minni framandlegur, og bræður mínir forðast mig. |
18. | Jafnvel börnin fyrirlíta mig, standi ég upp, spotta þau mig. |
19. | Alla mína alúðarvini stuggar við mér, og þeir sem ég elskaði, hafa snúist á móti mér. |
20. | Bein mín límast við hörund mitt og hold, og ég hefi sloppið með tannholdið eitt. |
21. | Aumkið mig, aumkið mig, vinir mínir, því að hönd Guðs hefir lostið mig. |
22. | Hví ofsækið þér mig eins og Guð og verðið eigi saddir á holdi mínu? |
23. | Ó að orð mín væru skrifuð upp, ó að þau væru skráð í bók |
24. | með járnstíl og blýi, að eilífu höggvin í klett! |
25. | Ég veit, að lausnari minn lifir, og hann mun síðastur ganga fram á foldu. |
26. | Og eftir að þessi húð mín er sundurtætt og allt hold er af mér, mun ég líta Guð. |
27. | Ég mun líta hann mér til góðs, já, augu mín sjá hann, og það eigi sem andstæðing, _ hjartað brennur af þrá í brjósti mér! |
28. | Þegar þér segið: ,,Vér skulum ofsækja hann, rót ógæfunnar er hjá honum sjálfum að finna!``þá hræðist ógn sverðsins, því að sverðið er refsing syndar. Þá munuð þér komast að raun um, að til er dómur. |
29. | þá hræðist ógn sverðsins, því að sverðið er refsing syndar. Þá munuð þér komast að raun um, að til er dómur. |
← Job (19/42) → |