← Hosea (6/14) → |
1. | ,,Komið, vér skulum hverfa aftur til Drottins, því að hann hefir sundur rifið og mun lækna oss, hann hefir lostið og mun binda um sár vor. |
2. | Hann mun lífga oss eftir tvo daga og reisa oss upp á þriðja degi, til þess að vér lifum fyrir hans augliti. |
3. | Vér viljum og þekkja, kosta kapps um að þekkja Drottin _ hann mun eins áreiðanlega koma eins og morgunroðinn rennur upp _ svo að hann komi yfir oss eins og regnskúr, eins og vorregn, sem vökvar jörðina.`` |
4. | Hvað skal ég við þig gjöra, Efraím, hvað skal ég við þig gjöra, Júda, þar sem elska yðar er eins hvikul og morgunský, eins og döggin, sem snemma hverfur? |
5. | Fyrir því verð ég að vega að þeim fyrir munn spámannanna, bana þeim með orði munns míns, og fyrir því verður dómur minn að birtast eins óbrigðult og dagsljósið rennur upp. |
6. | Því að á miskunnsemi hefi ég þóknun, en ekki á sláturfórn, og á guðsþekking fremur en á brennifórnum. |
7. | Þeir hafa rofið sáttmálann að manna hætti, þar hafa þeir verið mér ótrúir. |
8. | Gíleað er glæpamanna borg, full af blóðferlum, |
9. | og prestaflokkurinn er eins og ræningjar, sem veita mönnum fyrirsát. Þeir myrða á veginum til Síkem, já, svívirðing hafa þeir framið. |
10. | Í Ísraelsríki hefi ég séð hryllilega hluti, þar hefir Efraím drýgt hór, Ísrael saurgað sig.Einnig þér, Júda, hefir hann búið uppskeru. Þegar ég sný við högum þjóðar minnar, |
11. | Einnig þér, Júda, hefir hann búið uppskeru. Þegar ég sný við högum þjóðar minnar, |
← Hosea (6/14) → |