← Hebrews (3/13) → |
1. | Bræður heilagir! Þér eruð hluttakar himneskrar köllunar. Gefið því gætur að Jesú, postula og æðsta presti játningar vorrar. |
2. | Hann var trúr þeim, er hafði skipað hann, eins og Móse var það líka í öllu hans húsi. |
3. | En hann er verður meiri dýrðar en Móse, eins og sá, er húsið gjörði, á meiri heiður en húsið sjálft. |
4. | Sérhvert hús er gjört af einhverjum, en Guð er sá, sem allt hefur gjört. |
5. | Móse var að sönnu trúr í öllu hans húsi, eins og þjónn, til vitnisburðar um það, sem átti að verða talað, |
6. | en Kristur eins og sonur yfir húsi hans. Og hans hús erum vér, ef vér höldum djörfunginni og voninni, sem vér miklumst af. |
7. | Því er það, eins og heilagur andi segir: Ef þér heyrið raust hans í dag, |
8. | þá forherðið ekki hjörtu yðar, eins og í uppreisninni á degi freistingarinnar á eyðimörkinni; |
9. | þar sem feður yðar freistuðu mín og reyndu mig, þótt þeir fengju að sjá verkin mín í fjörutíu ár. |
10. | Þess vegna varð ég gramur kynslóð þessari og sagði: Án afláts villast þeir í hjörtum sínum. Þeir þekktu ekki vegu mína. |
11. | Og ég sór í bræði minni: Eigi skulu þeir inn ganga til hvíldar minnar. |
12. | Gætið þess, bræður, að enginn yðar búi yfir vondu vantrúar hjarta og falli frá lifanda Guði. |
13. | Áminnið heldur hver annan hvern dag, á meðan enn heitir ,,í dag``, til þess að enginn yðar forherðist af táli syndarinnar. |
14. | Því að vér erum orðnir hluttakar Krists, svo framarlega sem vér höldum staðfastlega allt til enda trausti voru, eins og það var að upphafi. |
15. | Sagt er: ,,Ef þér heyrið raust hans í dag, þá forherðið ekki hjörtu yðar eins og í uppreisninni`` _ |
16. | Hverjir voru þá þeir, sem heyrt höfðu og gjörðu þó uppreisn? Voru það ekki einmitt allir þeir, sem út höfðu farið af Egyptalandi fyrir tilstilli Móse? |
17. | Og hverjum ,,var hann gramur í fjörutíu ár``? Var það ekki þeim, sem syndgað höfðu og báru beinin á eyðimörkinni? |
18. | Og hverjum ,,sór hann, að eigi skyldu þeir ganga inn til hvíldar hans,`` nema hinum óhlýðnu?Vér sjáum, að sakir vantrúar fengu þeir eigi gengið inn. |
19. | Vér sjáum, að sakir vantrúar fengu þeir eigi gengið inn. |
← Hebrews (3/13) → |