← Genesis (9/50) → |
1. | Guð blessaði Nóa og sonu hans og sagði við þá: ,,Verið frjósamir, margfaldist og uppfyllið jörðina. |
2. | Ótti við yður og skelfing skal vera yfir öllum dýrum jarðarinnar, yfir öllum fuglum loftsins, yfir öllu, sem hrærist á jörðinni, og yfir öllum fiskum sjávarins. Á yðar vald er þetta gefið. |
3. | Allt sem hrærist og lifir, skal vera yður til fæðu, ég gef yður það allt, eins og grænu jurtirnar. |
4. | Aðeins hold, sem sálin, það er blóðið, er í, skuluð þér ekki eta. |
5. | En yðar eigin blóðs mun ég hins vegar krefjast. Af hverri skepnu mun ég þess krefjast, og af manninum, af bróður hans, mun ég krefjast lífs mannsins. |
6. | Hver sem úthellir mannsblóði, hans blóði skal af manni úthellt verða. Því að eftir Guðs mynd gjörði hann manninn. |
7. | En ávaxtist þér og margfaldist og vaxið stórum á jörðinni og margfaldist á henni.`` |
8. | Og Guð mælti þannig við Nóa og sonu hans, sem voru með honum: |
9. | ,,Sjá, ég gjöri minn sáttmála við yður og við niðja yðar eftir yður |
10. | og við allar lifandi skepnur, sem með yður eru, bæði við fuglana og fénaðinn og öll villidýrin, sem hjá yður eru, allt, sem út gekk úr örkinni, það er öll dýr jarðarinnar. |
11. | Minn sáttmála vil ég gjöra við yður: Aldrei framar skal allt hold tortímast af vatnsflóði, og aldrei framar mun flóð koma til að eyða jörðina.`` |
12. | Og Guð sagði: ,,Þetta er merki sáttmálans, sem ég gjöri milli mín og yðar og allra lifandi skepna, sem hjá yður eru, um allar ókomnar aldir: |
13. | Boga minn set ég í skýin, að hann sé merki sáttmálans milli mín og jarðarinnar. |
14. | Og þegar ég dreg ský saman yfir jörðinni og boginn sést í skýjunum, |
15. | þá mun ég minnast sáttmála míns, sem er milli mín og yðar og allra lifandi sálna í öllu holdi, og aldrei framar skal vatnið verða að flóði til að tortíma öllu holdi. |
16. | Og boginn skal standa í skýjunum, og ég mun horfa á hann til þess að minnast hins eilífa sáttmála milli Guðs og allra lifandi sálna í öllu holdi, sem er á jörðinni.`` |
17. | Og Guð sagði við Nóa: ,,Þetta er teikn sáttmálans, sem ég hefi gjört milli mín og alls holds, sem er á jörðinni.`` |
18. | Synir Nóa, sem gengu úr örkinni, voru þeir Sem, Kam og Jafet, en Kam var faðir Kanaans. |
19. | Þessir eru synir Nóa þrír, og frá þeim byggðist öll jörðin. |
20. | Nói gjörðist akuryrkjumaður og plantaði víngarð. |
21. | Og hann drakk af víninu og varð drukkinn og lá nakinn í tjaldi sínu. |
22. | Og Kam, faðir Kanaans, sá nekt föður síns og sagði báðum bræðrum sínum frá, sem úti voru. |
23. | Þá tóku þeir Sem og Jafet skikkjuna og lögðu á herðar sér og gengu aftur á bak og huldu nekt föður síns, en andlit þeirra sneru undan, svo að þeir sáu ekki nekt föður síns. |
24. | Er Nói vaknaði af vímunni, varð hann þess áskynja, hvað sonur hans hinn yngri hafði gjört honum. |
25. | Þá mælti hann: Bölvaður sé Kanaan, auvirðilegur þræll sé hann bræðra sinna. |
26. | Og hann sagði: Lofaður sé Drottinn, Sems Guð, en Kanaan sé þræll þeirra. |
27. | Guð gefi Jafet mikið landrými, og hann búi í tjaldbúðum Sems, en Kanaan sé þræll þeirra. |
28. | Nói lifði eftir flóðið þrjú hundruð og fimmtíu ár.Og allir dagar Nóa voru níu hundruð og fimmtíu ár. Þá andaðist hann. |
29. | Og allir dagar Nóa voru níu hundruð og fimmtíu ár. Þá andaðist hann. |
← Genesis (9/50) → |