← Genesis (45/50) → |
1. | Jósef gat þá ekki lengur haft stjórn á sér í augsýn allra, sem viðstaddir voru, og kallaði: ,,Látið alla ganga út frá mér!`` Og enginn maður var inni hjá honum, þegar hann sagði bræðrum sínum hver hann væri. |
2. | Og hann grét hástöfum, svo að Egyptar heyrðu það, og hirðmenn Faraós heyrðu það. |
3. | Jósef mælti við bræður sína: ,,Ég er Jósef. Er faðir minn enn á lífi?`` En bræður hans gátu ekki svarað honum, svo hræddir urðu þeir við hann. |
4. | Og Jósef sagði við bræður sína: ,,Komið hingað til mín!`` Og þeir gengu til hans. Hann mælti þá: ,,Ég er Jósef bróðir yðar, sem þér selduð til Egyptalands. |
5. | En látið það nú ekki fá yður hryggðar, og setjið það ekki fyrir yður, að þér hafið selt mig hingað, því að til lífs viðurhalds hefir Guð sent mig hingað á undan yður. |
6. | Því að nú hefir hallærið verið í landinu í tvö ár, og enn munu líða svo fimm ár, að hvorki verði plægt né uppskorið. |
7. | En Guð hefir sent mig hingað á undan yður til þess að halda við kyni yðar á jörðinni og sjá lífi yðar borgið, til mikils hjálpræðis. |
8. | Það er því ekki þér, sem hafið sent mig hingað, heldur Guð. Og hann hefir látið mig verða Faraó sem föður og herra alls húss hans og höfðingja yfir öllu Egyptalandi. |
9. | Hraðið yður nú og farið heim til föður míns og segið við hann: ,Svo segir Jósef sonur þinn: Guð hefir gjört mig að herra alls Egyptalands; kom þú til mín og tef eigi. |
10. | Og þú skalt búa í Gósenlandi og vera í nánd við mig, þú og synir þínir og sonasynir þínir og sauðfé þitt og nautgripir þínir og allt, sem þitt er. |
11. | En ég skal sjá þér þar fyrir viðurværi, _ því að enn verður hallæri í fimm ár _, svo að þú komist ekki í örbirgð, þú og þitt hús og allt, sem þitt er.` |
12. | Og nú sjá augu yðar, og augu Benjamíns bróður míns sjá, að ég með eigin munni tala við yður. |
13. | Og segið föður mínum frá allri vegsemd minni á Egyptalandi og frá öllu, sem þér hafið séð, og flýtið yður nú og komið hingað með föður minn.`` |
14. | Og hann féll um háls Benjamín bróður sínum og grét, og Benjamín grét um háls honum. |
15. | Og hann minntist við alla bræður sína, faðmaði þá og grét. Eftir það töluðu bræður hans við hann. |
16. | Þau tíðindi bárust til hirðar Faraós: ,,Bræður Jósefs eru komnir!`` Og lét Faraó og þjónar hans vel yfir því. |
17. | Og Faraó sagði við Jósef: ,,Seg þú við bræður þína: ,Þetta skuluð þér gjöra: Klyfjið eyki yðar og haldið af stað og farið til Kanaanlands. |
18. | Takið föður yðar og fjölskyldur yðar og komið til mín, og skal ég gefa yður bestu afurðir Egyptalands, og þér skuluð eta feiti landsins.` |
19. | Og bjóð þú þeim: ,Gjörið svo: Takið yður vagna í Egyptalandi handa börnum yðar og konum yðar og flytjið föður yðar og komið. |
20. | Og hirðið eigi um búshluti yðar, því að hið besta í öllu Egyptalandi skal vera yðar.``` |
21. | Og synir Ísraels gjörðu svo, og Jósef fékk þeim vagna eftir boði Faraós, og hann gaf þeim nesti til ferðarinnar. |
22. | Hann gaf og sérhverjum þeirra alklæðnað, en Benjamín gaf hann þrjú hundruð sikla silfurs og fimm alklæðnaði. |
23. | Og föður sínum sendi hann sömuleiðis tíu asna klyfjaða hinum bestu afurðum Egyptalands og tíu ösnur klyfjaðar korni og brauði og vistum handa föður hans til ferðarinnar. |
24. | Lét hann síðan bræður sína fara, og þeir héldu af stað. Og hann sagði við þá: ,,Deilið ekki á leiðinni.`` |
25. | Og þeir fóru frá Egyptalandi og komu til Kanaanlands, heim til Jakobs föður síns. |
26. | Og þeir færðu honum tíðindin og sögðu: ,,Jósef er enn á lífi og er höfðingi yfir öllu Egyptalandi.`` En hjarta hans komst ekki við, því að hann trúði þeim ekki. |
27. | En er þeir báru honum öll orð Jósefs, sem hann hafði við þá talað, og hann sá vagnana, sem Jósef hafði sent til að flytja hann á, þá lifnaði yfir Jakob föður þeirra.Og Ísrael sagði: ,,Mér er það nóg, að Jósef sonur minn er enn á lífi. Ég vil fara og sjá hann áður en ég dey.`` |
28. | Og Ísrael sagði: ,,Mér er það nóg, að Jósef sonur minn er enn á lífi. Ég vil fara og sjá hann áður en ég dey.`` |
← Genesis (45/50) → |