← Genesis (43/50) → |
1. | Hallærið var mikið í landinu. |
2. | Og er þeir höfðu etið upp kornið, sem þeir höfðu sótt til Egyptalands, sagði faðir þeirra við þá: ,,Farið aftur og kaupið oss nokkuð af vistum.`` |
3. | Þá svaraði Júda honum og mælti: ,,Maðurinn lagði ríkt á við oss og sagði: ,Þér skuluð ekki sjá auglit mitt, nema bróðir yðar sé með yður.` |
4. | Ef þú sendir bróður vorn með oss, þá skulum vér fara og kaupa þér vistir. |
5. | En ef þú vilt ekki senda hann með, þá förum vér hvergi, því að maðurinn sagði við oss: ,Þér skuluð ekki sjá auglit mitt, nema bróðir yðar sé með yður.``` |
6. | Ísrael mælti: ,,Hví hafið þér gjört mér svo illa til, að segja manninum, að þér ættuð einn bróður enn?`` |
7. | Þeir svöruðu: ,,Maðurinn spurði ítarlega um oss og ætt vora og sagði: ,Er faðir yðar enn á lífi? Eigið þér einn bróður enn?` Og vér sögðum honum eins og var. Gátum vér vitað, að hann mundi segja: |
8. | ,Komið hingað með bróður yðar`?`` Júda sagði við Ísrael föður sinn: ,,Láttu sveininn fara með mér. Þá skulum vér taka oss upp og fara af stað, svo að vér megum lífi halda og ekki deyja, bæði vér og þú og börn vor. |
9. | Ég skal ábyrgjast hann, af minni hendi skalt þú krefjast hans. Komi ég ekki með hann aftur til þín og leiði ég hann ekki fram fyrir þig, skal ég vera sekur við þig alla ævi. |
10. | Því að hefðum vér ekki tafið, þá værum vér nú komnir aftur í annað sinn.`` |
11. | Þá sagði Ísrael faðir þeirra við þá: ,,Ef svo verður að vera, þá gjörið þetta: Takið af gæðum landsins í sekki yðar og færið manninum að gjöf lítið eitt af balsami og lítið eitt af hunangi, reykelsi og myrru, pistasíuhnetur og möndlur. |
12. | Og takið með yður tvöfalt gjald og hafið aftur með yður silfurpeningana, sem komu aftur ofan á í sekkjum yðar. Vera má, að það hafi verið af vangá. |
13. | Og takið bróður yðar. Leggið því næst upp og farið aftur til mannsins. |
14. | Og Almáttugur Guð gefi, að maðurinn sýni yður nú miskunnsemi og láti lausan við yður hinn bróður yðar og Benjamín. Ég hefi hvort sem er þegar orðið fyrir sonamissi.`` |
15. | Og mennirnir tóku þessa gjöf; líka tóku þeir tvöfalt gjald með sér og Benjamín. Og þeir lögðu af stað og fóru til Egyptalands og gengu fyrir Jósef. |
16. | Er Jósef sá Benjamín með þeim, sagði hann við ráðsmann sinn: ,,Far þú með þessa menn inn í húsið og slátra þú og matreið, því að þessir menn skulu eta með mér miðdegisverð í dag.`` |
17. | Og maðurinn gjörði sem Jósef bauð og fór með mennina inn í hús Jósefs. |
18. | Mennirnir urðu hræddir, af því að þeir voru leiddir inn í hús Jósefs, og sögðu: ,,Sakir silfurpeninganna, sem aftur komu í sekki vora hið fyrra sinnið, erum vér hingað leiddir, svo að hann geti ráðist að oss og vaðið upp á oss og gjört oss að þrælum og tekið asna vora.`` |
19. | Þá gengu þeir til ráðsmanns Jósefs og töluðu við hann úti fyrir dyrum hússins |
20. | og sögðu: ,,Æ, herra minn, vér komum hingað í fyrra skiptið að kaupa vistir. |
21. | En svo bar til, er vér komum í áfangastað og opnuðum sekki vora, sjá, þá voru silfurpeningar hvers eins ofan á í sekk hans, silfurpeningar vorir með fullri vigt, og vér erum nú komnir með þá aftur. |
22. | Og annað silfur höfum vér með oss til að kaupa vistir. Eigi vitum vér, hver látið hefir peningana í sekki vora.`` |
23. | Hann svaraði: ,,Verið ókvíðnir, óttist ekki! Yðar Guð og Guð föður yðar hefir gefið yður fjársjóð í sekki yðar. Silfur yðar er komið til mín.`` Síðan leiddi hann Símeon út til þeirra. |
24. | Maðurinn fór með þá inn í hús Jósefs og gaf þeim vatn, að þeir mættu þvo fætur sína, og ösnum þeirra gaf hann fóður. |
25. | Og tóku þeir nú gjöfina fram, að hún væri til taks, er Jósef kæmi um miðdegið, því að þeir höfðu heyrt, að þeir ættu að matast þar. |
26. | Er Jósef kom heim, færðu þeir honum gjöfina, sem þeir höfðu meðferðis, inn í húsið og hneigðu sig til jarðar fyrir honum. |
27. | En hann spurði, hvernig þeim liði, og mælti: ,,Líður yðar aldraða föður vel, sem þér gátuð um? Er hann enn á lífi?`` |
28. | Þeir svöruðu: ,,Þjóni þínum, föður vorum, líður vel. Hann er enn á lífi.`` Og þeir hneigðu sig og lutu honum. |
29. | Jósef hóf upp augu sín og sá Benjamín bróður sinn, son móður sinnar, og mælti: ,,Er þetta yngsti bróðir yðar, sem þér gátuð um við mig?`` Og hann sagði: ,,Guð sé þér náðugur, son minn!`` |
30. | Og Jósef hraðaði sér burt, því að hjarta hans brann af ást til bróður hans, og hann vék burt til þess að gráta og fór inn í innra herbergið og grét þar. |
31. | Síðan þvoði hann andlit sitt og gekk út, og hann lét ekki á sér sjá og mælti: ,,Berið á borð!`` |
32. | Og menn báru á borð fyrir hann sér í lagi og fyrir þá sér í lagi og sér í lagi fyrir þá Egypta, sem með honum mötuðust, því að ekki mega Egyptar eta með Hebreum, fyrir því að Egyptar hafa andstyggð á því. |
33. | Og þeim var skipað til sætis gegnt honum, hinum frumgetna eftir frumburðarrétti hans og hinum yngsta eftir æsku hans, og mennirnir litu með undrun hver á annan.Og hann lét bera skammta frá sér til þeirra, en skammtur Benjamíns var fimm sinnum stærri en skammtur nokkurs hinna. Og þeir drukku með honum og urðu hreifir. |
34. | Og hann lét bera skammta frá sér til þeirra, en skammtur Benjamíns var fimm sinnum stærri en skammtur nokkurs hinna. Og þeir drukku með honum og urðu hreifir. |
← Genesis (43/50) → |