← Ezekiel (9/48) → |
1. | Þessu næst kallaði hann hárri röddu í eyru mín: ,,Refsingar borgarinnar nálgast!`` |
2. | Þá komu sex menn frá efra hliðinu, sem snýr í norður, og hafði hver þeirra eyðingarverkfæri í hendi sér, og meðal þeirra var einn maður, sem var líni klæddur og hafði skriffæri við síðu sér. Þeir komu og námu staðar hjá eiraltarinu. |
3. | Dýrð Ísraels Guðs hafði hafið sig frá kerúbunum, þar sem hún hafði verið, yfir að þröskuldi hússins. Og hann kallaði á línklædda manninn, sem hafði skriffærin við síðu sér. |
4. | Og Drottinn sagði við hann: ,,Gakk þú mitt í gegnum borgina, mitt í gegnum Jerúsalem, og set merki á enni þeirra manna, sem andvarpa og kveina yfir öllum þeim svívirðingum, sem framdar eru inni í henni.`` |
5. | En til hinna mælti hann að mér áheyrandi: ,,Farið á eftir honum um borgina og höggvið niður, lítið engan vægðarauga og sýnið enga meðaumkun. |
6. | Öldunga og æskumenn, meyjar og börn og konur skuluð þér brytja niður, en engan mann skuluð þér snerta, sem merkið er á. Og takið fyrst til hjá helgidómi mínum!`` Og þeir tóku fyrst til á öldungum þeim, sem voru fyrir framan musterið. |
7. | Og hann sagði við þá: ,,Horfið ekki í að saurga musterið og fyllið strætin vegnum mönnum. Gangið nú út!`` Þeir gengu þá út og hjuggu niður mannfólkið í borginni. |
8. | Meðan þeir brytjuðu niður, féll ég fram á ásjónu mína, kallaði og sagði: ,,Æ, Drottinn Guð, ætlar þú að gjöreyða öllum eftirleifum Ísraels, þar sem þú eys út reiði þinni yfir Jerúsalem?`` |
9. | Þá sagði hann við mig: ,,Misgjörð Ísraelsmanna og Júdamanna er afskaplega mikil, og landið er fullt af blóðugu ranglæti og borgin er full af ofbeldisverkum, því að þeir segja: ,Drottinn hefir yfirgefið landið` og ,Drottinn sér það ekki.` |
10. | Fyrir því skal ég heldur ekki líta þá vægðarauga og enga meðaumkun sýna. Ég læt athæfi þeirra þeim sjálfum í koll koma.``Þá kom línklæddi maðurinn, sem hafði skriffærin við síðu sér, aftur og sagði: ,,Ég hefi gjört eins og þú bauðst mér.`` |
11. | Þá kom línklæddi maðurinn, sem hafði skriffærin við síðu sér, aftur og sagði: ,,Ég hefi gjört eins og þú bauðst mér.`` |
← Ezekiel (9/48) → |