← Ezekiel (48/48) |
1. | Og þetta eru nöfn ættkvíslanna: Yst í norðri, frá hafinu í áttina til Hetlón þangað að, er leið liggur til Hamat, og þaðan til Hasar Enón, _ er þá Damaskusland fyrir norðan, fram með Hamat _, og fær hver land frá austri til vesturs: Dan, einn landshluti. |
2. | Og meðfram Dans landi, frá austri til vesturs: Asser, einn landshluti. |
3. | Og meðfram Assers landi, frá austri til vesturs: Naftalí, einn landshluti. |
4. | Og meðfram Naftalí landi, frá austri til vesturs: Manasse, einn landshluti. |
5. | Og meðfram Manasse landi, frá austri til vesturs: Efraím, einn landshluti. |
6. | Og meðfram Efraíms landi, frá austri til vesturs: Rúben, einn landshluti. |
7. | Og meðfram Rúbens landi, frá austri til vesturs: Júda, einn landshluti. |
8. | Meðfram Júda landi, frá austri til vesturs, skal landið, er þér færið að fórnargjöf, sem þér skuluð láta af hendi, liggja, 25.000 álnir á breidd og jafnt að lengd hlutum ættkvíslanna, frá austri til vesturs, og helgidómurinn skal vera í því miðju. |
9. | En landið, er þér skuluð helga Drottni, er 25.000 álnir á lengd og 20.000 álnir á breidd. |
10. | Og þeim, sem nú skal greina, skal hin heilaga fórnargjöf tilheyra: prestunum landspilda 25.000 álna að norðanverðu, 10.000 álna að vestanverðu, 10.000 álna að austanverðu og 25.000 álna að sunnanverðu. Og helgidómur Drottins skal vera á henni miðri. |
11. | Vígðu prestunum, niðjum Sadóks, þeim er gætt hafa þjónustu minnar, sem eigi gengu afleiðis, þá er aðrir Ísraelsmenn gengu afleiðis, svo sem og levítarnir hafa gengið afleiðis, |
12. | þeim skal það tilheyra sem hluti af fórnargjöf landsins, sem háheilagt land, við hliðina á landi levítanna, |
13. | en levítunum skal tilheyra jafnstórt land og prestanna: 25.000 álnir á lengd og 10.000 álnir á breidd, alls 25.000 álnir á lengd og 20.000 álnir á breidd. |
14. | Af því mega þeir ekkert selja og ekki farga neinu af því í skiptum, né heldur má þessi ágætasti hluti landsins ganga yfir í annarra eigu, því að hann er helgaður Drottni. |
15. | En þær 5.000 álnir, sem eftir eru af breiddinni meðfram 25.000 álnunum, eru óheilagt land handa borginni til ábúðar og beitilands, en borgin skal standa í þeim reit miðjum. |
16. | Og þetta er mál hennar: Norðurhliðin 4.500 álnir og suðurhliðin 4.500 álnir og austurhliðin 4.500 álnir og vesturhliðin 4.500 álnir. |
17. | Og útjörð borgarinnar skal vera 250 álnir til norðurs, 250 til suðurs, 250 til austurs og 250 til vesturs. |
18. | Og það sem eftir er af lengdinni meðfram hinni helgu fórnargjöf, 10.000 álnir til austurs og 10.000 álnir til vesturs, afurðir þess skulu vera íbúum borgarinnar til fæðslu. |
19. | Og hvað íbúa borgarinnar snertir, þá skulu byggja hana menn af öllum ættkvíslum Ísraels. |
20. | Alls skuluð þér láta af hendi sem fórnargjöf 25.000 álnir í ferhyrning: hina heilögu fórnargjöf ásamt landeign borgarinnar. |
21. | Það, sem eftir er, skal tilheyra landshöfðingjanum, beggja vegna við hina heilögu fórnargjöf og landeign borgarinnar, austur á bóginn meðfram 25.000 álnunum að austurtakmörkunum og vestur á bóginn meðfram 25.000 álnunum að vesturtakmörkunum, samsvarandi hlutum ættkvíslanna. Það tilheyrir landshöfðingjanum, og hin heilaga fórnargjöf og helgidómur musterisins skal vera í því miðju. |
22. | Og eignarland levítanna og eignarland borgarinnar skal liggja mitt inni í því, sem landshöfðingjanum tilheyrir. Milli Júda lands og Benjamíns lands skal það land liggja, er landshöfðingjanum tilheyrir. |
23. | En hinar ættkvíslirnar eru, frá austri til vesturs: Benjamín, einn landshluti. |
24. | Og meðfram Benjamínslandi, frá austri til vesturs: Símeon, einn landshluti. |
25. | Og meðfram Símeons landi, frá austri til vesturs: Íssakar, einn landshluti. |
26. | Og meðfram Íssakars landi, frá austri til vesturs: Sebúlon, einn landshluti. |
27. | Og meðfram Sebúlons landi, frá austri til vesturs: Gað, einn landshluti. |
28. | En meðfram Gaðs landi, að sunnanverðu, gegnt hádegisstað, skulu takmörkin liggja frá Tamar yfir Meríba-vötn við Kades til Egyptalandsár og þaðan til hafsins mikla. |
29. | Þetta er landið, sem þér skuluð úthluta ættkvíslum Ísraels til arfleifðar, og þetta eru hlutir þeirra _ segir Drottinn Guð. |
30. | Og þessi eru útgönguhlið borgarinnar, og eru hlið borgarinnar nefnd eftir ættkvíslum Ísraels: Á norðurhliðinni, sem er 4.500 álnir að máli, |
31. | eru þrjú hlið: Rúbenshlið eitt, Júdahlið eitt, Levíhlið eitt. |
32. | Á austurhliðinni, sem er 4.500 álnir, eru þrjú hlið: Jósefshlið eitt, Benjamínshlið eitt, Danshlið eitt. |
33. | Á suðurhliðinni, sem er 4.500 álnir að máli, eru þrjú hlið: Símeonshlið eitt, Íssakarshlið eitt, Sebúlonshlið eitt.Og á vesturhliðinni, sem er 4.500 álnir, eru þrjú hlið: Gaðshlið eitt, Assershlið eitt, Naftalíhlið eitt. |
34. | Og á vesturhliðinni, sem er 4.500 álnir, eru þrjú hlið: Gaðshlið eitt, Assershlið eitt, Naftalíhlið eitt. |
← Ezekiel (48/48) |