← Ezekiel (24/48) → |
1. | Og orð Drottins kom til mín níunda árið, tíunda dag hins tíunda mánaðar, svohljóðandi: |
2. | ,,Mannsson, skrifa þú upp hjá þér þennan dag, _ einmitt þennan dag. Einmitt í dag hefir Babelkonungur ráðist á Jerúsalem. |
3. | Flyt því hinni þverúðugu kynslóð líking og seg við þá: Svo segir Drottinn Guð: Set þú upp pottinn, set hann upp, og hell vatni í hann. |
4. | Lát kjötstykkin í hann, öll bestu stykkin, lærin og bógana, fyll hann úrvalsbeinbitum. |
5. | Tak þau af úrvalskindum og legg einnig skíð undir pottinn. Lát sjóða á kjötstykkjunum, beinbitarnir soðna þegar í honum. |
6. | Fyrir því segir Drottinn Guð svo: Vei hinni blóðseku borg, pottinum með ryðflekkjunum, sem ryðflekkirnir gengu ekki af. Allt hefir verið fært upp úr honum, hvert stykkið eftir annað, án þess að varpa hlutum um þau. |
7. | Því að blóðið, sem hún hefir úthellt, er enn í henni. Hún hefir látið það renna á bera klettana, ekki hellt því á jörðina til þess að hylja það moldu. |
8. | Til þess að sýna heift og koma fram hefnd, hefi ég látið blóðið, sem hún hefir úthellt, renna á bera klettana, til þess að það skuli eigi hulið verða. |
9. | Fyrir því segir Drottinn Guð svo: Vei hinni blóðseku borg! Já, ég vil gjöra eldgrófina stóra. |
10. | Drag saman mikinn við, kveik upp eldinn, sjóð kjötið vandlega, lát súpuna sjóða, svo að beinin brenni. |
11. | Set síðan tóman pottinn á glæðurnar, til þess að hann hitni og eirinn í honum verði glóandi og óhreinindin, sem í honum eru, renni af og ryð hans eyðist. |
12. | Alla fyrirhöfn hefir hann að engu gjört, því að hið mikla ryð gekk ekki af honum í eldinum, |
13. | sökum lauslætissaurugleika þíns. Af því að ég hefi reynt að hreinsa þig, en þú varðst eigi hrein af saurugleik þínum, þá skalt þú ekki framar verða hrein, uns ég hefi svalað heift minni á þér. |
14. | Ég, Drottinn, hefi talað það. Það kemur, og ég framkvæmi það, ég læt ekki undan draga, ég vægi ekki og ég læt mig einskis iðra. Eftir breytni þinni og eftir gjörðum þínum dæma menn þig, _ segir Drottinn Guð.`` |
15. | Og orð Drottins kom til mín, svohljóðandi: |
16. | ,,Mannsson, ég mun taka yndi augna þinna frá þér með skyndilegum dauða, en þú skalt ekki kveina né gráta, og eigi skulu þér tár á augu koma. |
17. | Andvarpa þú í hljóði, viðhaf ekkert dánarkvein. Set vefjarhött þinn á þig og lát skó þína á fætur þér. Þú skalt ekki hylja kamp þinn og ekki neyta sorgarbrauðs.`` |
18. | Og ég talaði til lýðsins um morguninn, en um kveldið dó kona mín, og ég gjörði morguninn eftir eins og mér hafði verið skipað. |
19. | Þá sagði fólkið við mig: ,,Vilt þú ekki segja oss, hvað þetta á að þýða, að þú hagar þér svo?`` |
20. | Ég svaraði þeim: ,,Orð Drottins kom til mín, svohljóðandi: |
21. | Seg við Ísraelsmenn: Svo segir Drottinn Guð: Sjá, ég mun vanhelga helgidóm minn, yðar mikla ofdrambsefni, yndi augna yðar og þrá sálar yðar, og synir yðar og dætur, er þér hafið skilið þar eftir, munu falla fyrir sverði. |
22. | Þá munuð þér gjöra eins og ég hefi gjört: Þér munuð ekki hylja kamp yðar og ekki neyta sorgarbrauðs. |
23. | Þér munuð hafa vefjarhöttinn á höfðinu og skóna á fótunum. Þér munuð ekki kveina né gráta, heldur veslast upp vegna misgjörða yðar og andvarpa hver með öðrum. |
24. | Þannig mun Esekíel verða yður til tákns. Með öllu svo sem hann hefir gjört, munuð þér og gjöra, er það ber að höndum, og þá munuð þér viðurkenna, að ég er Drottinn Guð. |
25. | En þú, mannsson _ vissulega mun þann dag, er ég tek frá þeim varnarvirki þeirra, hinn dýrlega unað þeirra, yndi augna þeirra og þrá sálar þeirra, sonu þeirra og dætur, _ |
26. | þann dag mun flóttamaður til þín koma, til þess að gjöra það heyrinkunnugt.Á þeim degi mun munnur þinn upp ljúkast, um leið og munnur flóttamannsins, og þá munt þú tala og ekki framar þegja, og þú munt vera þeim til tákns, og þeir munu viðurkenna, að ég er Drottinn.`` |
27. | Á þeim degi mun munnur þinn upp ljúkast, um leið og munnur flóttamannsins, og þá munt þú tala og ekki framar þegja, og þú munt vera þeim til tákns, og þeir munu viðurkenna, að ég er Drottinn.`` |
← Ezekiel (24/48) → |