← Exodus (6/40) → |
1. | En Drottinn sagði við Móse: ,,Þú skalt nú sjá, hvað ég vil gjöra Faraó, því að fyrir voldugri hendi skal hann þá lausa láta, fyrir voldugri hendi skal hann reka þá burt úr landi sínu.`` |
2. | Guð talaði við Móse og sagði við hann: ,,Ég er Drottinn! |
3. | Ég birtist Abraham, Ísak og Jakob sem Almáttugur Guð, en undir nafninu Drottinn hefi ég eigi opinberast þeim. |
4. | Ég gjörði og við þá sáttmála, að gefa þeim Kanaanland, dvalarland þeirra, er þeir dvöldust í sem útlendingar. |
5. | Ég hefi og heyrt kveinstafi Ísraelsmanna, sem Egyptar hafa að þrælum gjört, og ég hefi minnst sáttmála míns. |
6. | Seg því Ísraelsmönnum: ,Ég er Drottinn. Ég vil leysa yður undan ánauð Egypta og hrífa yður úr þrældómi þeirra og frelsa yður með útréttum armlegg og miklum refsidómum. |
7. | Ég vil útvelja yður til að vera mitt fólk, og ég vil vera yðar Guð, og þér skuluð reyna, að ég er Drottinn, Guð yðar, sem leysi yður undan ánauð Egypta. |
8. | Og ég vil leiða yður inn í það land, sem ég sór að gefa Abraham, Ísak og Jakob, og ég vil gefa yður það til eignar. Ég er Drottinn.``` |
9. | Móse sagði Ísraelsmönnum þetta, en þeir sinntu honum ekki sökum hugleysis og vegna hins stranga þrældóms. |
10. | Þá talaði Drottinn við Móse og sagði: |
11. | ,,Gakk á tal við Faraó, Egyptalandskonung, og bið hann leyfa Ísraelsmönnum burt úr landi sínu.`` |
12. | Og Móse talaði frammi fyrir augliti Drottins og mælti: ,,Sjá, Ísraelsmenn vilja eigi gefa gaum að orðum mínum. Hversu mun þá Faraó skipast við þau, þar sem ég er maður málstirður?`` |
13. | Þá talaði Drottinn við Móse og Aron og fékk þeim það erindi til Ísraelsmanna og Faraós, Egyptalandskonungs, að þeir skyldu út leiða Ísraelsmenn af Egyptalandi. |
14. | Þessir eru ætthöfðingjar meðal forfeðra þeirra: Synir Rúbens, frumgetins sonar Ísraels: Hanok, Pallú, Hesron og Karmí. Þetta eru kynþættir Rúbens. |
15. | Synir Símeons: Jemúel, Jamín, Óhad, Jakín, Sóhar og Sál, sonur konunnar kanversku. Þetta eru kynþættir Símeons. |
16. | Þessi eru nöfn Leví sona eftir ættbálkum þeirra: Gerson, Kahat og Merarí. En Leví varð hundrað þrjátíu og sjö ára gamall. |
17. | Synir Gersons: Líbní og Símeí eftir kynþáttum þeirra. |
18. | Synir Kahats: Amram, Jísehar, Hebron og Ússíel. En Kahat varð hundrað þrjátíu og þriggja ára gamall. |
19. | Synir Merarí: Mahelí og Músí. Þetta eru kynþættir levítanna eftir ættbálkum þeirra. |
20. | Amram fékk Jókebedar, föðursystur sinnar, og átti hún við honum þá Aron og Móse. En Amram varð hundrað þrjátíu og sjö ára gamall. |
21. | Synir Jísehars: Kóra, Nefeg og Síkrí. |
22. | Synir Ússíels: Mísael, Elsafan og Sítrí. |
23. | Aron fékk Elísebu, dóttur Ammínadabs, systur Nahsons, og átti hún við honum þá Nadab, Abíhú, Eleasar og Ítamar. |
24. | Synir Kóra: Assír, Elkana og Abíasaf. Þetta eru kynþættir Kóraíta. |
25. | Og Eleasar, sonur Arons, gekk að eiga eina af dætrum Pútíels, og hún ól honum Pínehas. Þetta eru ætthöfðingjar levítanna eftir kynþáttum þeirra. |
26. | Það var þessi Aron og Móse, sem Drottinn bauð: ,,Leiðið Ísraelsmenn út af Egyptalandi eftir hersveitum þeirra.`` |
27. | Það voru þeir, sem boðuðu Faraó, Egyptalandskonungi, að þeir mundu leiða Ísraelsmenn út úr Egyptalandi, þessi Móse og Aron. |
28. | Er Drottinn talaði við Móse í Egyptalandi, |
29. | mælti hann til hans þessum orðum: ,,Ég er Drottinn! Seg Faraó, Egyptalandskonungi, allt sem ég segi þér.``Og Móse sagði frammi fyrir augliti Drottins: ,,Sjá, ég er maður málstirður, hversu má Faraó þá skipast við orð mín?`` |
30. | Og Móse sagði frammi fyrir augliti Drottins: ,,Sjá, ég er maður málstirður, hversu má Faraó þá skipast við orð mín?`` |
← Exodus (6/40) → |