← Exodus (35/40) → |
1. | Móse stefndi saman öllum söfnuði Ísraelsmanna og sagði við þá: ,,Þetta er það, sem Drottinn hefir boðið að gjöra: |
2. | ,Sex daga skal verk vinna, en sjöundi dagurinn skal vera yður helgur hvíldardagur, hátíðarhvíld Drottins. Hver sem verk vinnur á þeim degi, skal líflátinn verða. |
3. | Hvergi skuluð þér kveikja upp eld í híbýlum yðar á hvíldardegi.``` |
4. | Móse talaði til alls safnaðar Ísraelsmanna og mælti: ,,Þetta er það, sem Drottinn hefir boðið: |
5. | ,Færið Drottni gjöf af því, sem þér eigið. Hver sá, er gefa vill af fúsum huga, beri fram gjöf Drottni til handa: gull, silfur og eir; |
6. | bláan purpura, rauðan purpura, skarlat, baðmull og geitahár; |
7. | rauðlituð hrútskinn, höfrungaskinn og akasíuvið; |
8. | olíu til ljósastikunnar, kryddjurtir til smurningarolíu og ilmreykelsis; |
9. | sjóamsteina og steina til legginga á hökulinn og brjóstskjöldinn. |
10. | Og allir hagleiksmenn meðal yðar komi og búi til allt það, sem Drottinn hefir boðið: |
11. | búðina, tjöldin yfir hana, þak hennar, króka, borð, slár, stólpa og undirstöður, |
12. | örkina og stengurnar, er henni fylgja, lokið og fortjaldsdúkbreiðuna, |
13. | borðið og stengurnar, er því fylgja, öll áhöld þess og skoðunarbrauðin, |
14. | ljósastikuna, áhöld þau og lampa, er henni fylgja, og olíu til ljósastikunnar, |
15. | reykelsisaltarið og stengurnar, er því fylgja, smurningarolíuna, ilmreykelsið og dúkbreiðuna fyrir dyrnar, fyrir dyr búðarinnar, |
16. | brennifórnaraltarið og eirgrindina, sem því fylgir, stengur þess og öll áhöld, og kerið með stétt þess, |
17. | tjöld forgarðsins, stólpa hans með undirstöðum og dúkbreiðuna fyrir hlið forgarðsins, |
18. | hæla búðarinnar og hæla forgarðsins og þau stög, sem þar til heyra, |
19. | glitklæðin til embættisgjörðar í helgidóminum, hin helgu klæði Arons prests og prestsþjónustuklæði sona hans.``` |
20. | Því næst gekk allur söfnuður Ísraelsmanna burt frá Móse. |
21. | Komu þá allir, sem gáfu af fúsum huga og með ljúfu geði, og færðu Drottni gjafir til að gjöra af samfundatjaldið og allt það, sem þurfti til þjónustugjörðarinnar í því og til hinna helgu klæða. |
22. | Og þeir komu, bæði menn og konur, allir þeir, sem fúsir voru að gefa, og færðu spangir, eyrnagull, hringa, hálsmen og alls konar gullgripi, svo og hver sá, er færa vildi Drottni gull að fórnargjöf. |
23. | Og hver maður, sem átti í eigu sinni bláan purpura, rauðan purpura, skarlat, baðmull, geitahár, rauðlituð hrútskinn og höfrungaskinn, bar það fram. |
24. | Og hver sem bar fram silfur og eir að fórnargjöf, færði það Drottni að fórnargjöf, og hver sem átti í eigu sinni akasíuvið til hvers þess smíðis, er gjöra skyldi, bar hann fram. |
25. | Og allar hagvirkar konur spunnu með höndum sínum og báru fram spuna sinn: bláan purpura, rauðan purpura, skarlat og baðmull. |
26. | Og allar konur, sem til þess voru fúsar og höfðu kunnáttu til, spunnu geitahár. |
27. | En foringjarnir færðu sjóamsteina og steina til legginga á hökulinn og brjóstskjöldinn, |
28. | og kryddjurtir og olíu til ljósastikunnar og til smurningarolíu og ilmreykelsis. |
29. | Ísraelsmenn færðu Drottni þessar gjafir sjálfviljuglega, hver maður og hver kona, er fúslega vildi láta eitthvað af hendi rakna til alls þess verks, er Drottinn hafði boðið Móse að gjöra. |
30. | Móse sagði við Ísraelsmenn: ,,Sjáið, Drottinn hefir kvatt til Besalel Úríson, Húrssonar, af Júda ættkvísl |
31. | og fyllt hann Guðs anda, bæði vísdómi, skilningi, kunnáttu og hvers konar hagleik, |
32. | til þess að upphugsa listaverk og smíða úr gulli, silfri og eiri |
33. | og skera steina til greypingar og til tréskurðar, til þess að vinna að hvers konar hagvirki. |
34. | Hann hefir og gefið honum þá gáfu að kenna öðrum, bæði honum og Oholíab Akísamakssyni af Dans ættkvísl.Hann hefir fyllt þá hugviti til alls konar útskurðar, listvefnaðar, glitvefnaðar af bláum purpura, rauðum purpura, skarlati og baðmull, og til dúkvefnaðar, svo að þeir geta framið alls konar iðn og upphugsað listaverk. |
35. | Hann hefir fyllt þá hugviti til alls konar útskurðar, listvefnaðar, glitvefnaðar af bláum purpura, rauðum purpura, skarlati og baðmull, og til dúkvefnaðar, svo að þeir geta framið alls konar iðn og upphugsað listaverk. |
← Exodus (35/40) → |