← Ephesians (6/6) |
1. | Þér börn, hlýðið foreldrum yðar vegna Drottins, því að það er rétt. |
2. | ,,Heiðra föður þinn og móður,`` _ það er hið fyrsta boðorð með fyrirheiti: |
3. | ,,til þess að þér vegni vel og þú verðir langlífur á jörðinni.`` |
4. | Og þér feður, reitið ekki börn yðar til reiði, heldur alið þau upp með aga og umvöndun Drottins. |
5. | Þér þrælar, hlýðið yðar jarðnesku herrum með lotningu og ótta, í einlægni hjartans, eins og það væri Kristur. |
6. | Ekki með augnaþjónustu, eins og þeir er mönnum vilja þóknast, heldur eins og þjónar Krists, er gjöra vilja Guðs af heilum huga. |
7. | Veitið þjónustu yðar af fúsu geði, eins og Drottinn ætti í hlut og ekki menn. |
8. | Þér vitið og sjálfir, að sérhver mun fá aftur af Drottni það góða, sem hann gjörir, hvort sem hann er þræll eða frjáls maður. |
9. | Og þér, sem eigið þræla, breytið eins við þá. Hættið að ógna þeim. Þér vitið, að þeir eiga í himnunum sama Drottin og þér og hjá honum er ekkert manngreinarálit. |
10. | Að lokum: Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans. |
11. | Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. |
12. | Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum. |
13. | Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt. |
14. | Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins |
15. | og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins. |
16. | Takið umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda. |
17. | Takið við hjálmi hjálpræðisins og sverði andans, sem er Guðs orð. |
18. | Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum. |
19. | Biðjið fyrir mér, að mér verði gefin orð að mæla, þá er ég lýk upp munni mínum, til þess að ég kunngjöri með djörfung leyndardóm fagnaðarerindisins. |
20. | Þess boðberi er ég í fjötrum mínum. Biðjið, að ég geti flutt það með djörfung, eins og mér ber að tala. |
21. | En til þess að þér fáið einnig að vita um hagi mína, hvernig mér líður, þá mun Týkíkus, minn elskaði bróðir og trúi aðstoðarmaður í þjónustu Drottins, skýra yður frá öllu. |
22. | Ég sendi hann til yðar einkum í því skyni, að þér fáið að vita, hvernig oss líður, og til þess að hann uppörvi yður.Friður sé með bræðrunum og kærleikur, samfara trú frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi. |
23. | Friður sé með bræðrunum og kærleikur, samfara trú frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi. |
← Ephesians (6/6) |