← Ephesians (5/6) → |
1. | Verðið því eftirbreytendur Guðs, svo sem elskuð börn hans. |
2. | Lifið í kærleika, eins og Kristur elskaði oss og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir oss svo sem fórnargjöf, Guði til þægilegs ilms. |
3. | En frillulífi og óhreinleiki yfirleitt eða ágirnd á ekki einu sinni að nefnast á nafn meðal yðar. Svo hæfir heilögum. |
4. | Ekki heldur svívirðilegt hjal eða ósæmandi spé. Þess í stað komi miklu fremur þakkargjörð. |
5. | Því að það skuluð þér vita og festa yður í minni, að enginn frillulífismaður eða saurugur eða ágjarn, _ sem er sama og að dýrka hjáguði _, á sér arfsvon í ríki Krists og Guðs. |
6. | Enginn tæli yður með marklausum orðum, því að vegna þessa kemur reiði Guðs yfir þá, sem hlýða honum ekki. |
7. | Verðið þess vegna ekki lagsmenn þeirra. |
8. | Eitt sinn voruð þér myrkur, en nú eruð þér ljós í Drottni. Hegðið yður eins og börn ljóssins. _ |
9. | Því að ávöxtur ljóssins er einskær góðvild, réttlæti og sannleikur. _ |
10. | Metið rétt, hvað Drottni þóknast. |
11. | Eigið engan hlut í verkum myrkursins, sem ekkert gott hlýst af, heldur flettið miklu fremur ofan af þeim. |
12. | Því að það, sem slíkir menn fremja í leyndum, er jafnvel svívirðilegt um að tala. |
13. | En allt það, sem ljósið flettir ofan af, verður augljóst. Því að allt, sem er augljóst, er ljós. |
14. | Því segir svo: Vakna þú, sem sefur, og rís upp frá dauðum, og þá mun Kristur lýsa þér. |
15. | Hafið því nákvæma gát á, hvernig þér breytið, ekki sem fávísir, heldur sem vísir. |
16. | Notið hverja stund, því að dagarnir eru vondir. |
17. | Verið því ekki óskynsamir, heldur reynið að skilja, hver sé vilji Drottins. |
18. | Drekkið yður ekki drukkna af víni, það leiðir aðeins til spillingar. Fyllist heldur andanum, |
19. | og ávarpið hver annan með sálmum, lofsöngum og andlegum ljóðum. Syngið og leikið fyrir Drottin í hjörtum yðar, |
20. | og þakkið jafnan Guði, föðurnum, fyrir alla hluti í nafni Drottins vors Jesú Krists. |
21. | Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists: |
22. | Konurnar eiginmönnum sínum eins og það væri Drottinn. |
23. | Því að maðurinn er höfuð konunnar, eins og Kristur er höfuð kirkjunnar, hann er frelsari líkama síns. |
24. | En eins og kirkjan er undirgefin Kristi, þannig séu og konurnar mönnum sínum undirgefnar í öllu. |
25. | Þér menn, elskið konur yðar eins og Kristur elskaði kirkjuna og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hana, |
26. | til þess að helga hana og hreinsa í laug vatnsins með orði. |
27. | Hann vildi leiða hana fram fyrir sig í dýrð án þess hún hefði blett eða hrukku né neitt þess háttar. Heilög skyldi hún og lýtalaus. |
28. | Þannig skulu eiginmennirnir elska konur sínar eins og eigin líkami. Sá, sem elskar konu sína, elskar sjálfan sig. |
29. | Enginn hefur nokkru sinni hatað eigið hold, heldur elur hann það og annast, eins og Kristur kirkjuna, |
30. | því vér erum limir á líkama hans. |
31. | ,,Þess vegna skal maður yfirgefa föður og móður og búa við eiginkonu sína, og munu þau tvö verða einn maður.`` |
32. | Þetta er mikill leyndardómur. Ég hef í huga Krist og kirkjuna.En sem sagt, þér skuluð hver og einn elska eiginkonu sína eins og sjálfan sig, en konan beri lotningu fyrir manni sínum. |
33. | En sem sagt, þér skuluð hver og einn elska eiginkonu sína eins og sjálfan sig, en konan beri lotningu fyrir manni sínum. |
← Ephesians (5/6) → |