← Ephesians (2/6) → |
1. | Þér voruð eitt sinn dauðir vegna afbrota yðar og synda, |
2. | sem þér lifðuð í samkvæmt aldarhætti þessa heims, að vilja valdhafans í loftinu, anda þess, sem nú starfar í þeim, sem ekki trúa. |
3. | Vér lifðum fyrrum allir eins og þeir í mannlegum girndum vorum. Þá lutum vér vilja holdsins og hugsana vorra og vorum að eðli til reiðinnar börn alveg eins og hinir. |
4. | En Guð er auðugur að miskunn. Af mikilli elsku sinni, sem hann gaf oss, |
5. | hefur hann endurlífgað oss með Kristi, þegar vér vorum dauðir vegna misgjörða vorra. Af náð eruð þér hólpnir orðnir. |
6. | Guð hefur uppvakið oss í Kristi Jesú og búið oss stað í himinhæðum með honum. |
7. | Þannig vildi hann á komandi öldum sýna hinn yfirgnæfandi ríkdóm náðar sinnar með gæsku sinni við oss í Kristi Jesú. |
8. | Því að af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú. Þetta er ekki yður að þakka. Það er Guðs gjöf. |
9. | Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því. |
10. | Vér erum smíð Guðs, skapaðir í Kristi Jesú til góðra verka, sem hann hefur áður fyrirbúið, til þess að vér skyldum leggja stund á þau. |
11. | Þér skuluð því minnast þessa: Þér voruð forðum fæddir heiðingjar og kallaðir óumskornir af mönnum, sem kalla sig umskorna og eru umskornir á holdi með höndum manna. |
12. | Sú var tíðin, er þér voruð án Krists, lokaðir úti frá þegnrétti Ísraelsmanna. Þér stóðuð fyrir utan sáttmálana og fyrirheit Guðs, vonlausir og guðvana í heiminum. |
13. | Nú þar á móti eruð þér, sem eitt sinn voruð fjarlægir, orðnir nálægir í Kristi, fyrir blóð hans. |
14. | Því að hann er vor friður. Hann gjörði báða að einum og reif niður vegginn, sem skildi þá að, fjandskapinn milli þeirra. Með líkama sínum |
15. | afmáði hann lögmálið með boðorðum þess og skipunum til þess að setja frið og skapa í sér einn nýjan mann úr báðum. |
16. | Í einum líkama sætti hann þá báða við Guð á krossinum, þar sem hann deyddi fjandskapinn. |
17. | Og hann kom og boðaði frið yður, sem fjarlægir voruð, og frið hinum, sem nálægir voru. |
18. | Því að fyrir hann eigum vér hvorir tveggja aðgang til föðurins í einum anda. |
19. | Þess vegna eruð þér ekki framar gestir og útlendingar, heldur eruð þér samþegnar hinna heilögu og heimamenn Guðs. |
20. | Þér eruð bygging, sem hefur að grundvelli postulana og spámennina, en Krist Jesú sjálfan að hyrningarsteini. |
21. | Í honum er öll byggingin samantengd og vex svo, að hún verður heilagt musteri í Drottni.Í honum verðið þér líka bústaður handa Guði fyrir anda hans. |
22. | Í honum verðið þér líka bústaður handa Guði fyrir anda hans. |
← Ephesians (2/6) → |