← Acts (5/28) → |
1. | En maður nokkur, Ananías að nafni, seldi ásamt Saffíru, konu sinni, eign |
2. | og dró undan af verðinu með vitund konu sinnar, en kom með nokkuð af því og lagði fyrir fætur postulanna. |
3. | En Pétur mælti: ,,Ananías, hví fyllti Satan hjarta þitt, svo að þú laugst að heilögum anda og dróst undan af verði lands þíns? |
4. | Var landið ekki þitt, meðan þú áttir það, og var ekki andvirði þess á þínu valdi? Hvernig gastu þá látið þér hugkvæmast slíkt tiltæki? Ekki hefur þú logið að mönnum, heldur Guði.`` |
5. | Þegar Ananías heyrði þetta, féll hann niður og gaf upp öndina, og miklum ótta sló á alla þá, sem heyrðu. |
6. | En ungu mennirnir stóðu upp og bjuggu um hann, báru hann út og jörðuðu. |
7. | Að liðnum svo sem þrem stundum kom kona hans inn og vissi ekki, hvað við hafði borið. |
8. | Þá spurði Pétur hana: ,,Seg mér, selduð þið jörðina fyrir þetta verð?`` En hún svaraði: ,,Já, fyrir þetta verð.`` |
9. | Pétur mælti þá við hana: ,,Hvernig gátuð þið orðið samþykk um að freista anda Drottins? Þú heyrir við dyrnar fótatak þeirra, sem greftruðu mann þinn. Þeir munu bera þig út.`` |
10. | Jafnskjótt féll hún niður við fætur hans og gaf upp öndina. Ungu mennirnir komu inn, fundu hana dauða, báru út og jörðuðu hjá manni hennar. |
11. | Og miklum ótta sló á allan söfnuðinn og alla, sem heyrðu þetta. |
12. | Fyrir hendur postulanna gjörðust mörg tákn og undur meðal lýðsins. Allur söfnuðurinn kom einum huga saman í Súlnagöngum Salómons. |
13. | Engir aðrir þorðu að samlagast þeim, en fólk virti þá mikils. |
14. | Og enn fleiri urðu þeir, sem trúðu á Drottin, fjöldi karla og kvenna. |
15. | Menn báru jafnvel sjúka út á strætin og lögðu þá á rekkjur og börur, ef verða mætti, er Pétur gengi hjá, að alltént skugginn af honum félli á einhvern þeirra. |
16. | Einnig kom fjöldi fólks frá borgunum umhverfis Jerúsalem og flutti með sér sjúka menn og þjáða af óhreinum öndum. Þeir læknuðust allir. |
17. | Þá hófst æðsti presturinn handa og allur sá flokkur, sem fylgdi honum, saddúkearnir. Fullir ofsa |
18. | létu þeir taka postulana höndum og varpa í fangelsið. |
19. | En engill Drottins opnaði um nóttina dyr fangelsisins, leiddi þá út og sagði: |
20. | ,,Farið og gangið fram í helgidóminum og talið til lýðsins öll þessi lífsins orð.`` |
21. | Þeir hlýddu og fóru í dögun í helgidóminn og kenndu. Nú kom æðsti presturinn og hans menn, kölluðu saman ráðið, alla öldunga Ísraels, og sendu þjóna til fangelsisins að sækja postulana. |
22. | Þeir komu í fangelsið og fundu þá ekki, sneru aftur og skýrðu svo frá: |
23. | ,,Fangelsið fundum vér að öllu tryggilega læst, og varðmennirnir stóðu fyrir dyrum, en er vér lukum upp, fundum vér engan inni.`` |
24. | Þegar varðforingi helgidómsins og æðstu prestarnir heyrðu þetta, urðu þeir ráðþrota og spurðu, hvar þetta ætlaði að lenda. |
25. | En þá kom maður og bar þeim þessa frétt: ,,Mennirnir, sem þér settuð í fangelsið, standa í helgidóminum og eru að kenna lýðnum.`` |
26. | Þá fór varðforinginn með þjónunum og sótti þá. Beittu þeir samt ekki ofbeldi, því þeir óttuðust, að fólkið grýtti þá. |
27. | Þegar þeir voru komnir með þá, leiddu þeir þá fram fyrir ráðið, og æðsti presturinn tók að yfirheyra þá og sagði: |
28. | ,,Stranglega bönnuðum vér yður að kenna í þessu nafni, og nú hafið þér fyllt Jerúsalem með kenningu yðar og viljið steypa yfir oss blóði þessa manns.`` |
29. | En Pétur og hinir postularnir svöruðu: ,,Framar ber að hlýða Guði en mönnum. |
30. | Guð feðra vorra hefur upp vakið Jesú, sem þér hengduð á tré og tókuð af lífi. |
31. | Hann hefur Guð hafið sér til hægri handar og gjört hann að foringja og frelsara til að veita Ísrael afturhvarf og fyrirgefningu synda sinna. |
32. | Vér erum vottar alls þessa, og heilagur andi, sem Guð hefur gefið þeim, er honum hlýða.`` |
33. | Þegar þeir heyrðu þetta, fylltust þeir bræði og hugðust deyða þá. |
34. | Reis þá upp í ráðinu farísei nokkur, Gamalíel að nafni, kennari í lögmálinu, virtur af öllum lýð. Hann bauð, að mennirnir væru látnir fara út stundarkorn. |
35. | Síðan sagði hann: ,,Ísraelsmenn, athugið vel, hvað þér gjörið við þessa menn. |
36. | Ekki alls fyrir löngu kom Þevdas fram og þóttist vera eitthvað. Hann aðhylltust um fjögur hundruð manns. En hann var drepinn, og allir þeir, sem fylgdu honum, tvístruðust og hurfu. |
37. | Eftir hann kom fram Júdas frá Galíleu á dögum skrásetningarinnar og sneri fólki til fylgis við sig. Hann fórst líka, og þeir dreifðust allir, sem fylgdu honum. |
38. | Og nú segi ég yður: Látið þessa menn eiga sig og sleppið þeim. Sé þetta ráð eða verk frá mönnum, verður það að engu, |
39. | en sé það frá Guði, þá megnið þér ekki að yfirbuga þá. Eigi má það verða, að þér berjist við sjálfan Guð.`` |
40. | Þeir féllust á mál hans, kölluðu á postulana, húðstrýktu þá, fyrirbuðu þeim að tala í Jesú nafni og létu þá síðan lausa. |
41. | Þeir fóru burt frá ráðinu, glaðir yfir því, að þeir höfðu verið virtir þess að þola háðung vegna nafns Jesú.Létu þeir eigi af að kenna dag hvern í helgidóminum og í heimahúsum og boða fagnaðarerindið um, að Jesús sé Kristur. |
42. | Létu þeir eigi af að kenna dag hvern í helgidóminum og í heimahúsum og boða fagnaðarerindið um, að Jesús sé Kristur. |
← Acts (5/28) → |