← Acts (11/28) → |
1. | En postularnir og bræðurnir í Júdeu heyrðu, að heiðingjarnir hefðu einnig tekið við orði Guðs. |
2. | Þegar Pétur kom upp til Jerúsalem, deildu umskurnarmennirnir á hann og sögðu: |
3. | ,,Þú hefur farið inn til óumskorinna manna og etið með þeim.`` |
4. | En Pétur sagði þeim þá alla söguna frá rótum og mælti: |
5. | ,,Ég var að biðjast fyrir í borginni Joppe og sá, frá mér numinn, sýn, hlut nokkurn koma niður, eins og stór dúkur væri látinn síga á fjórum skautum frá himni, og hann kom til mín. |
6. | Ég starði á hann og hugði að og sá þá ferfætt dýr jarðar, villidýr, skriðdýr og fugla himins, |
7. | og ég heyrði rödd segja við mig: ,Slátra nú, Pétur, og et!` |
8. | En ég sagði: ,Nei, Drottinn, engan veginn, því að aldrei hefur neitt vanheilagt né óhreint komið mér í munn.` |
9. | Í annað sinn sagði rödd af himni: ,Eigi skalt þú kalla það vanheilagt, sem Guð hefur lýst hreint!` |
10. | Þetta gjörðist þrem sinnum, og aftur var allt dregið upp til himins. |
11. | Samstundis stóðu þrír menn við húsið, sem ég var í, sendir til mín frá Sesareu. |
12. | Og andinn sagði mér að fara með þeim hiklaust. Þessir sex bræður urðu mér einnig samferða, og vér gengum inn í hús mannsins. |
13. | Hann sagði oss, hvernig hann hefði séð engil standa í húsi sínu, er sagði: ,Send þú til Joppe og lát sækja Símon, er kallast Pétur. |
14. | Hann mun orð til þín mæla, og fyrir þau munt þú hólpinn verða og allt heimili þitt.` |
15. | En þegar ég var farinn að tala, kom heilagur andi yfir þá, eins og yfir oss í upphafi. |
16. | Ég minntist þá orða Drottins, er hann sagði: ,Jóhannes skírði með vatni, en þér skuluð skírðir verða með heilögum anda.` |
17. | Fyrst Guð gaf þeim nú sömu gjöf og oss, er vér tókum trú á Drottin Jesú Krist, hvernig var ég þá þess umkominn að standa gegn Guði?`` |
18. | Þegar þeir heyrðu þetta, stilltust þeir, og þeir vegsömuðu Guð og sögðu: ,,Guð hefur þá einnig gefið heiðingjunum afturhvarf til lífs.`` |
19. | Þeir, sem dreifst höfðu vegna ofsóknarinnar, sem varð út af Stefáni, fóru allt til Fönikíu, Kýpur og Antíokkíu. En Gyðingum einum fluttu þeir orðið. |
20. | Nokkrir þeirra voru frá Kýpur og Kýrene, og er þeir komu til Antíokkíu, tóku þeir einnig að tala til Grikkja og boða þeim fagnaðarerindið um Drottin Jesú. |
21. | Og hönd Drottins var með þeim, og mikill fjöldi tók trú og sneri sér til Drottins. |
22. | Og fregnin um þá barst til eyrna safnaðarins í Jerúsalem, og þeir sendu Barnabas til Antíokkíu. |
23. | Þegar hann kom og sá verk Guðs náðar, gladdist hann, og hann áminnti alla um að halda sér fast við Drottin af öllu hjarta. |
24. | Því hann var góður maður, fullur af heilögum anda og trú. Og mikill fjöldi manna gafst Drottni. |
25. | Þá fór hann til Tarsus að leita Sál uppi. |
26. | Þegar hann hafði fundið hann, fór hann með hann til Antíokkíu. Þeir voru síðan saman heilt ár í söfnuðinum og kenndu fjölda fólks. Í Antíokkíu voru lærisveinarnir fyrst kallaðir kristnir. |
27. | Á þessum dögum komu spámenn frá Jerúsalem til Antíokkíu. |
28. | Einn þeirra, Agabus að nafni, steig fram, og af gift andans sagði hann fyrir, að mikil hungursneyð mundi koma yfir alla heimsbyggðina. Kom það fram á dögum Kládíusar. |
29. | En lærisveinarnir samþykktu þá, að hver þeirra skyldi eftir efnum senda nokkuð til hjálpar bræðrunum, sem bjuggu í Júdeu.Þetta gjörðu þeir og sendu það til öldunganna með þeim Barnabasi og Sál. |
30. | Þetta gjörðu þeir og sendu það til öldunganna með þeim Barnabasi og Sál. |
← Acts (11/28) → |