← 1Samuel (26/31) → |
1. | Sífítar komu til Sáls í Gíbeu og sögðu: ,,Veistu, að Davíð hefir falið sig í Hahakílahæðunum, gegnt Júdaóbyggðum?`` |
2. | Þá tók Sál sig upp og fór ofan í Sífeyðimörk og með honum þrjú þúsund manns, valdir menn af Ísrael, til þess að leita Davíðs í Sífeyðimörk. |
3. | Og Sál setti herbúðir sínar í Hahakílahæðunum, við veginn gegnt Júdaóbyggðum. En Davíð hélt sig á eyðimörkinni. En er hann frétti, að Sál væri kominn í eyðimörkina til þess að elta hann, |
4. | sendi Davíð út njósnarmenn og fékk að vita með vissu, að Sál var kominn. |
5. | Þá tók Davíð sig upp og kom þangað sem Sál hafði sett herbúðir sínar. Og er Davíð sá, hvar Sál og Abner Nersson, hershöfðingi hans, hvíldu _ en Sál hvíldi í vagnborg og liðsmenn hans lágu í tjöldum sínum umhverfis hann _, |
6. | þá kom hann að máli við Akímelek Hetíta og Abísaí Serújuson, bróður Jóabs, og sagði: ,,Hver vill fara með mér inn í herbúðirnar til Sáls?`` Abísaí mælti: ,,Ég skal fara með þér.`` |
7. | En er þeir Davíð og Abísaí komu að liðinu um nótt, þá lá Sál sofandi í vagnborginni, og spjót hans var rekið í jörðu að höfði honum, en Abner og liðsmennirnir lágu í kringum hann. |
8. | Þá sagði Abísaí við Davíð: ,,Í dag hefir Guð selt óvin þinn í hendur þér. Nú mun ég reka spjótið gegnum hann og ofan í jörðina með einu lagi; eigi mun ég þurfa að leggja til hans tvisvar.`` |
9. | En Davíð sagði við Abísaí: ,,Drep þú hann ekki, því að hver leggur svo hönd á Drottins smurða, að hann sleppi hjá hegningu?`` |
10. | Og Davíð mælti enn fremur: ,,Svo sannarlega sem Drottinn lifir, vissulega mun annaðhvort Drottinn ljósta hann eða dauða hans ber að hendi með náttúrlegum hætti, eða hann fer í hernað og fellur. |
11. | Drottinn láti það vera fjarri mér að leggja hendur á Drottins smurða. En tak þú nú spjótið, sem er þarna að höfði honum, og vatnsskálina, og förum síðan.`` |
12. | Og Davíð tók spjótið og vatnsskálina að höfði Sáls, og síðan fóru þeir leiðar sinnar, en enginn sá það og enginn varð þess var og enginn vaknaði, heldur voru þeir allir sofandi, því að þungur svefn frá Drottni var á þá siginn. |
13. | Þá gekk Davíð yfir á hæð eina þar gegnt við og nam þar staðar allfjarri, svo að mikið bil var í milli þeirra. |
14. | Þá kallaði Davíð til liðsins og Abners Nerssonar og mælti: ,,Hvort mátt þú heyra mál mitt, Abner?`` Abner svaraði og sagði: ,,Hver ert þú, sem kallar til konungsins?`` |
15. | Davíð sagði við Abner: ,,Ert þú ekki karlmenni, og hver er þinn líki í Ísrael? Hví hefir þú ekki vakað yfir herra þínum, konunginum? Því að einn maður úr liðinu kom og ætlaði að drepa konunginn, herra þinn. |
16. | Þar hefir þér illa farið. Svo sannarlega sem Drottinn lifir, eruð þér dauða verðir fyrir það, að þér hafið ekki vakað yfir herra yðar, yfir Drottins smurða. Og hygg nú að, hvar spjót konungsins er og hvar vatnsskálin er, sem stóð að höfði honum.`` |
17. | En Sál þekkti málróm Davíðs og mælti: ,,Er þetta ekki málrómur þinn, Davíð sonur minn?`` Davíð svaraði: ,,Jú, málrómur minn er það, herra konungur!`` |
18. | Og Davíð mælti: ,,Hví ofsækir þú, herra minn, þjón þinn? Hvað hefi ég þá gjört, og hvað illt er í minni hendi? |
19. | Og hlýð því, minn herra konungur, á mál þjóns þíns. Hafi Drottinn egnt þig upp á móti mér, þá lát hann finna ilm af fórnarreyk, en ef menn hafa gjört það, þá séu þeir bölvaðir fyrir Drottni, þar sem þeir hafa nú flæmt mig burt, svo að ég má eigi halda hóp með eign Drottins, með því að þeir segja: ,Far þú, þjóna þú öðrum guðum!` |
20. | En lát eigi blóð mitt falla á jörð langt burtu frá augliti Drottins, því að Ísraels konungur er lagður af stað til þess að ná lífi mínu, eins og menn elta akurhænu á fjöllum.`` |
21. | Þá mælti Sál: ,,Ég hefi syndgað. Hverf aftur, Davíð sonur minn, því að ég skal aldrei framar gjöra þér mein, fyrst þú þyrmdir lífi mínu í dag. Sjá, ég hefi breytt heimskulega, og mér hefir mikillega yfirsést.`` |
22. | Davíð svaraði og sagði: ,,Hér er spjót konungs, komi nú einn af sveinunum hingað og sæki það. |
23. | En Drottinn umbunar hverjum manni ráðvendni hans og trúfesti. Drottinn hafði gefið þig í hendur mínar í dag, en ég vildi ekki leggja hendur á Drottins smurða. |
24. | Og sjá, eins og líf þitt var mikilsvert í mínum augum í dag, svo veri og líf mitt mikilsvert í augum Drottins, og hann virðist að frelsa mig úr öllum nauðum.``Og Sál mælti til Davíðs: ,,Blessaður ver þú, Davíð sonur minn. Þú munt bæði verða mikill í framkvæmdum og giftudrjúgur.`` Síðan fór Davíð leiðar sinnar, en Sál sneri aftur heim til sín. |
25. | Og Sál mælti til Davíðs: ,,Blessaður ver þú, Davíð sonur minn. Þú munt bæði verða mikill í framkvæmdum og giftudrjúgur.`` Síðan fór Davíð leiðar sinnar, en Sál sneri aftur heim til sín. |
← 1Samuel (26/31) → |