← 1Samuel (13/31) → |
1. | Sál var þrítugur að aldri, þá er hann varð konungur, og ríkti í tvö ár yfir Ísrael. |
2. | Sál valdi sér þrjú þúsund manns af Ísrael. Af þeim voru tvö þúsund hjá Sál í Mikmas og á Betelfjöllum, en eitt þúsund hjá Jónatan í Gíbeu í Benjamín. Hitt liðið lét hann brott fara, hvern heim til sín. |
3. | Jónatan drap landstjóra Filista, sem sat í Geba, og Filistar fréttu það. Og Sál lét þeyta lúður um allt landið og sagði: ,,Hebrear skulu heyra það.`` |
4. | Og allur Ísrael heyrði sagt: ,,Sál hefir drepið landstjóra Filista, og Filistar hafa andstyggð á Ísrael.`` Og liðinu var stefnt saman til þess að fara með Sál til Gilgal. |
5. | Filistar söfnuðust saman til að berjast við Ísrael, þrjú þúsund vagnar og sex þúsund riddarar og fótgöngulið, svo margt sem sandur á sjávarströndu, og þeir lögðu af stað og settu herbúðir sínar í Mikmas fyrir austan Betaven. |
6. | Og er Ísraelsmenn sáu, að þeir voru komnir í kreppu, því að að þeim þrengdi, þá faldi liðið sig í hellum, jarðholum, klettaskorum, gjótum og gryfjum. |
7. | Nokkrir Hebreanna fóru yfir vöðin á Jórdan yfir í Gaðs land og Gíleaðs. Sál var enn í Gilgal, en allt liðið hafði flúið burt frá honum fyrir hræðslu sakir. |
8. | Og hann beið í sjö daga, til þess tíma, er Samúel hafði til tekið, en Samúel kom ekki til Gilgal, og fólkið dreifðist burt frá honum. |
9. | Þá sagði Sál: ,,Færið mér hingað brennifórnina og heillafórnirnar.`` Og hann fórnaði brennifórninni. |
10. | En er hann hafði fórnað brennifórninni, sjá, þá kom Samúel. Og Sál gekk út á móti honum til þess að heilsa honum. |
11. | Og Samúel mælti: ,,Hvað hefir þú gjört?`` Sál svaraði: ,,Þegar ég sá, að liðið dreifðist burt frá mér og að þú komst ekki á tilteknum tíma, en Filistar söfnuðust saman í Mikmas, |
12. | þá hugsaði ég: ,Nú munu Filistar fara ofan á móti mér til Gilgal, áður en ég hefi blíðkað Drottin.` Fyrir því herti ég upp hugann og fórnaði brennifórninni.`` |
13. | Þá sagði Samúel við Sál: ,,Heimskulega hefir þér farið. Þú hefir ekki gætt skipunar Drottins, Guðs þíns, sem hann fyrir þig lagði, því að nú hefði Drottinn staðfest konungdóm þinn yfir Ísrael að eilífu. |
14. | En nú mun konungdómur þinn ekki standa. Drottinn hefir leitað sér að manni eftir sínu hjarta, og hann hefir Drottinn skipað höfðingja yfir lýð sinn, því að þú hefir ekki gætt þess, er Drottinn fyrir þig lagði.`` |
15. | Þá tók Samúel sig upp og fór frá Gilgal og hélt leiðar sinnar. En leifarnar af liðinu fóru á eftir Sál í móti herliðinu. Og er þeir voru komnir frá Gilgal til Gíbeu í Benjamín, þá kannaði Sál liðið, sem hjá honum var, um sex hundruð manns. |
16. | Sál og Jónatan sonur hans og liðið, sem með þeim var, sátu í Geba í Benjamín, en Filistar höfðu sett herbúðir sínar í Mikmas. |
17. | Ránssveit fór út úr herbúðum Filista í þrem hópum. Einn hópurinn stefndi veginn til Ofra inn í Sjúal-land, |
18. | annar hópurinn stefndi veginn til Bet Hóron, og þriðji hópurinn stefndi veginn til hæðarinnar, sem gnæfir yfir Sebóímdalinn gegnt eyðimörkinni. |
19. | Enginn járnsmiður var til í öllu Ísraelslandi, því að Filistar hugsuðu: ,,Hebrear mega ekki smíða sverð eða spjót.`` ( |
20. | Ísraelsmenn urðu að fara ofan til Filista, ef þeir vildu láta hvessa plógjárn sín, haka, axir og sigðir. |
21. | Gjaldið var tveir þriðju úr sikli fyrir plógjárn og haka, og þriðjungur úr sikli fyrir gaffla og axir og fyrir að setja brodd á broddstaf.) |
22. | Þannig hafði gjörvallt liðið, sem var með Sál og Jónatan, hvorki sverð né spjót í höndum orustudaginn, en Sál og Jónatan sonur hans höfðu það.Varðflokkur Filista fór nú og settist í skarðið hjá Mikmas. |
23. | Varðflokkur Filista fór nú og settist í skarðið hjá Mikmas. |
← 1Samuel (13/31) → |