← 1Peter (5/5) |
1. | Öldungana yðar á meðal áminni ég, sem einnig er öldungur og vottur písla Krists og einnig mun fá hlutdeild í þeirri dýrð, sem opinberuð mun verða: |
2. | Verið hirðar þeirrar hjarðar, sem Guð hefur falið yður. Gætið hennar ekki af nauðung, heldur af fúsu geði, að Guðs vilja, ekki sakir vansæmilegs ávinnings, heldur af áhuga. |
3. | Þér skuluð eigi drottna yfir söfnuðunum, heldur vera fyrirmynd hjarðarinnar. |
4. | Þá munuð þér, þegar hinn æðsti hirðir birtist, öðlast þann dýrðarsveig, sem aldrei fölnar. |
5. | Og þér, yngri menn, verið öldungunum undirgefnir og skrýðist allir lítillætinu hver gagnvart öðrum, því að ,,Guð stendur gegn dramblátum, en auðmjúkum veitir hann náð``. |
6. | Auðmýkið yður því undir Guðs voldugu hönd, til þess að hann á sínum tíma upphefji yður. |
7. | Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður. |
8. | Verið algáðir, vakið. Óvinur yðar, djöfullinn, gengur um sem öskrandi ljón, leitandi að þeim, sem hann geti gleypt. |
9. | Standið gegn honum, stöðugir í trúnni, og vitið, að bræður yðar um allan heim verða fyrir sömu þjáningum. |
10. | En Guð allrar náðar, sem hefur kallað yður í Kristi til sinnar eilífu dýrðar, mun sjálfur, er þér hafið þjáðst um lítinn tíma, fullkomna yður, styrkja og öfluga gjöra. |
11. | Hans er mátturinn um aldir alda. Amen. |
12. | Með hjálp Silvanusar, hins trúa bróður, í mínum augum, hef ég stuttlega ritað yður þetta til þess að minna á og vitna hátíðlega, að þetta er hin sanna náð Guðs. Standið stöðugir í henni.Yður heilsar söfnuðurinn í Babýlon, útvalinn ásamt yður, og Markús sonur minn. |
13. | Yður heilsar söfnuðurinn í Babýlon, útvalinn ásamt yður, og Markús sonur minn. |
← 1Peter (5/5) |