← 1Kings (12/22) → |
1. | Rehabeam fór til Síkem, því að allur Ísrael var kominn þangað til þess að taka hann til konungs. |
2. | En er Jeróbóam Nebatsson frétti (hann var enn í Egyptalandi, þangað sem hann hafði flúið undan Salómon konungi), að Salómon væri dáinn, sneri hann heim frá Egyptalandi. |
3. | Þeir sendu boð og létu kalla hann. Þá kom Jeróbóam og allur söfnuður Ísraels og mæltu til Rehabeams á þessa leið: |
4. | ,,Faðir þinn lagði á oss hart ok, en gjör þú nú léttari hina hörðu ánauð föður þíns og hið þunga ok, er hann á oss lagði, og munum vér þjóna þér.`` |
5. | Hann svaraði þeim: ,,Farið nú burt og komið aftur til mín að þrem dögum liðnum.`` Og lýðurinn fór burt. |
6. | Þá ráðgaðist Rehabeam konungur við öldungana, sem þjónað höfðu Salómon föður hans meðan hann lifði, og mælti: ,,Hver andsvör ráðið þér mér að gefa þessum mönnum?`` |
7. | Þeir svöruðu honum og mæltu: ,,Ef þú í dag verður lýð þessum eftirlátur, lætur að orðum þeirra, gjörir að vilja þeirra og tekur vel máli þeirra, munu þeir verða þér eftirlátir alla daga.`` |
8. | En Rehabeam hafnaði ráði því, er öldungarnir réðu honum, en ráðgaðist við unga menn, er vaxið höfðu upp með honum og nú þjónuðu honum, |
9. | og sagði við þá: ,,Hver ráð gefið þér til, hversu vér skulum svara lýð þessum, er talað hefir til mín á þessa leið: ,Gjör léttara ok það, er faðir þinn á oss lagði`?`` |
10. | Þá svöruðu honum hinir ungu menn, er vaxið höfðu upp með honum: ,,Svo skalt þú svara lýð þessum, er sagði við þig: ,Faðir þinn gjörði ok vort þungt, en gjör þú oss það léttara` _ svo skalt þú mæla til þeirra: ,Litlifingur minn er digrari en lendar föður míns. |
11. | Hafi faðir minn lagt á yður þungt ok, mun ég gjöra ok yðar enn þyngra. Faðir minn refsaði yður með keyrum, en ég mun refsa yður með gaddasvipum.``` |
12. | Og Jeróbóam og allur lýðurinn kom til Rehabeams á þriðja degi, eins og konungur hafði sagt, þá er hann mælti: ,,Komið til mín aftur á þriðja degi.`` |
13. | Þá veitti konungur lýðnum hörð andsvör og fór eigi að ráðum þeim, er öldungarnir höfðu ráðið honum, |
14. | en talaði til þeirra á þessa leið, að ráði hinna ungu manna: ,,Faðir minn gjörði ok yðar þungt, en ég mun gjöra ok yðar enn þyngra. Faðir minn refsaði yður með keyrum, en ég mun refsa yður með gaddasvipum.`` |
15. | Þannig veitti konungur lýðnum enga áheyrn, því að svo var til stillt af Drottni, til þess að hann gæti látið rætast orð sín, þau er hann hafði talað til Jeróbóams Nebatssonar fyrir munn Ahía frá Síló. |
16. | Er allur Ísrael sá, að konungur veitti þeim enga áheyrn, þá lét lýðurinn þessi svör í móti koma: ,,Hverja hlutdeild eigum vér í Davíð? Engan erfðahlut eigum vér í Ísaísyni. Far heim til þín, Ísrael! Gæt þú þíns eigin húss, Davíð!`` Síðan fór Ísrael heim til sín. |
17. | En yfir þeim Ísraelsmönnum, er bjuggu í Júdaborgum, var Rehabeam konungur. |
18. | Rehabeam konungur sendi til þeirra Adóníram, sem var yfir kvaðarmönnum, en allur Ísrael lamdi hann grjóti til bana, og Rehabeam konungur hljóp í skyndi á vagn sinn og flýði til Jerúsalem. |
19. | Þannig gekk Ísrael undan ætt Davíðs, og stendur svo enn í dag. |
20. | Þegar Ísraelslýður heyrði, að Jeróbóam væri aftur kominn, sendu þeir og kölluðu hann á þingið og tóku hann til konungs yfir allan Ísrael. En enginn fylgdi Davíðsætt, nema Júda-ættkvísl ein. |
21. | Er Rehabeam kom til Jerúsalem, safnaði hann saman öllum Júdamönnum og Benjamíns-ættkvísl, hundrað og áttatíu þúsundum einvalaliðs, til þess að berjast við Ísraelsríki og ná konungdóminum aftur undir Rehabeam, son Salómons. |
22. | En orð Guðs kom til Semaja guðsmanns, svolátandi: |
23. | ,,Tala þú svo til Rehabeams, sonar Salómons, konungs í Júda, og til Júdamanna og Benjamíns-ættkvíslar og til alls hins lýðsins: |
24. | Svo segir Drottinn: Farið eigi og berjist eigi við bræður yðar Ísraelsmenn. Fari hver heim til sín, því að að minni tilhlutun er þetta orðið.`` Og er þeir heyrðu orð Drottins, hurfu þeir aftur, eins og Drottinn bauð. |
25. | Jeróbóam víggirti Síkem á Efraímfjöllum og settist þar að. Þaðan fór hann og víggirti Penúel. |
26. | Og Jeróbóam hugsaði með sér: ,,Nú mun konungdómurinn aftur hverfa undir Davíðsætt. |
27. | Ef lýður þessi fer upp til Jerúsalem til þess að færa sláturfórnir í musteri Drottins, þá mun hjarta lýðs þessa aftur hverfa til Rehabeams Júdakonungs, herra hans, en mig munu þeir myrða og ganga svo aftur á hönd Rehabeam Júdakonungi.`` |
28. | Þá hugsaði konungur ráð sitt, lét gjöra tvo gullkálfa og mælti til lýðsins: ,,Nógu lengi hafið þér farið upp til Jerúsalem. Sjá, hér er guð þinn, Ísrael, sá er leiddi þig út af Egyptalandi.`` |
29. | Setti hann annan í Betel, en hinn setti hann í Dan. |
30. | En þetta varð til syndar, og lýðurinn gekk fram fyrir annan þeirra alla leið til Dan. |
31. | Hann gjörði og hof á hæðunum og gjörði að prestum óvalda menn, er ekki voru niðjar Leví. |
32. | Og Jeróbóam setti hátíð fimmtánda dag hins áttunda mánaðar, eins og hátíðina, sem haldin var í Júda, og hann gekk upp að altarinu. Þannig gjörði hann í Betel til þess að færa fórnir kálfunum, er hann hafði gjöra látið, og hann setti hæðaprestana, er hann hafði skipað, til þjónustu í Betel.Jeróbóam gekk upp að altarinu, er hann hafði gjöra látið í Betel á fimmtánda degi hins áttunda mánaðar, í þeim mánuði er hann hafði ákveðið að eigin geðþótta til hátíðahalds fyrir Ísraelsmenn. Hann gekk upp að altarinu til þess að færa reykelsisfórn. |
33. | Jeróbóam gekk upp að altarinu, er hann hafði gjöra látið í Betel á fimmtánda degi hins áttunda mánaðar, í þeim mánuði er hann hafði ákveðið að eigin geðþótta til hátíðahalds fyrir Ísraelsmenn. Hann gekk upp að altarinu til þess að færa reykelsisfórn. |
← 1Kings (12/22) → |