| ← 1Chronicles (8/29) → |
| 1. | Benjamín gat Bela, frumgetning sinn, annan Asbel, þriðja Ahra, |
| 2. | fjórða Nóha, fimmta Rafa. |
| 3. | Og Bela átti að sonum: Addar, Gera, Abíhúd, |
| 4. | Abísúa, Naaman, Ahóa, |
| 5. | Gera, Sefúfan og Húram. |
| 6. | Þessir voru synir Ehúðs _ þessir voru ætthöfðingjar Gebabúa, og þeir herleiddu þá til Manahat, |
| 7. | og Naaman, Ahía og Gera, hann herleiddi þá _ hann gat Ússa og Ahíhúd. |
| 8. | Saharaím gat í Móabslandi, er hann hafði rekið þær frá sér, Húsím og Baöru konur sínar _ |
| 9. | þá gat hann við Hódes konu sinni: Jóbab, Síbja, Mesa, Malkam, |
| 10. | Jeús, Sokja og Mirma. Þessir voru synir hans, ætthöfðingjar. |
| 11. | Og við Húsím gat hann Abítúb og Elpaal. |
| 12. | Og synir Elpaals voru: Eber, Míseam og Semer. Hann byggði Ónó og Lód og þorpin umhverfis. |
| 13. | Bería og Sema _ þeir voru ætthöfðingjar Ajalonbúa, þeir ráku burt íbúana í Gat _ |
| 14. | og Elpaal bróðir hans og Sasak og Jeremót. |
| 15. | Sebadja, Arad, Eder, |
| 16. | Míkael, Jispa og Jóha voru synir Bería. |
| 17. | Sebadja, Mesúllam, Hiskí, Heber, |
| 18. | Jísmeraí, Jíslía og Jóbab voru synir Elpaals. |
| 19. | Jakím, Síkrí, Sabdí, |
| 20. | Elíenaí, Silletaí, Elíel, |
| 21. | Adaja, Beraja og Simrat voru synir Símeí. |
| 22. | Jíspan, Eber, Elíel, |
| 23. | Abdón, Síkrí, Hanan, |
| 24. | Hananja, Elam, Antótía, |
| 25. | Jífdeja og Penúel voru synir Sasaks. |
| 26. | Samseraí, Seharja, Atalja, |
| 27. | Jaaresja, Elía og Síkrí voru synir Jeróhams. |
| 28. | Þessir voru ætthöfðingjar í ættum sínum, höfðingjar. Þeir bjuggu í Jerúsalem. |
| 29. | Í Gíbeon bjuggu: Jegúel, faðir að Gíbeon, og kona hans hét Maaka. |
| 30. | Frumgetinn sonur hans var Abdón, þá Súr, Kís, Baal, Ner, Nadab, |
| 31. | Gedór, Ahjó og Seker. |
| 32. | En Míklót gat Símea. Einnig þeir bjuggu andspænis bræðrum sínum, hjá bræðrum sínum í Jerúsalem. |
| 33. | Ner gat Kís, og Kís gat Sál, og Sál gat Jónatan, Malkísúa, Abínadab og Esbaal. |
| 34. | Og sonur Jónatans var Meríbaal, og Meríbaal gat Míka, |
| 35. | og synir Míka voru: Píton, Melek, Tarea og Akas. |
| 36. | En Akas gat Jóadda, Jóadda gat Alemet, Asmavet og Simrí. Simrí gat Mósa, |
| 37. | Mósa gat Bínea, hans son var Rafa, hans son Eleasa, hans son Asel. |
| 38. | En Asel átti sex sonu. Þeir hétu: Asríkam, Bokrú, Ísmael, Searja, Óbadía og Hanan. Allir þessir voru synir Asels. |
| 39. | Synir Eseks bróður hans voru: Úlam, frumgetningurinn, annar Jeús, þriðji Elífelet.Og synir Úlams voru kappar miklir, bogmenn góðir og áttu marga sonu og sonasonu, hundrað og fimmtíu alls. Allir þessir heyra til Benjamínssona. |
| 40. | Og synir Úlams voru kappar miklir, bogmenn góðir og áttu marga sonu og sonasonu, hundrað og fimmtíu alls. Allir þessir heyra til Benjamínssona. |
| ← 1Chronicles (8/29) → |