← 1Chronicles (24/29) → |
1. | Aronsniðjar höfðu og flokkaskipun fyrir sig. Synir Arons voru: Nadab, Abíhú, Eleasar og Ítamar. |
2. | En Nadab og Abíhú dóu á undan föður sínum og áttu eigi sonu, og urðu svo þeir Eleasar og Ítamar prestar. |
3. | Og þeir Davíð og Sadók af Eleasarsniðjum og Ahímelek af Ítamarsniðjum skiptu þeim niður í starfsflokka eftir embættum þeirra. |
4. | En það kom í ljós, að af Eleasarsniðjum voru fleiri höfðingjar en af Ítamarsniðjum. Fyrir því skiptu menn þeim svo, að af Eleasarsniðjum urðu sextán ætthöfðingjar, en átta af Ítamarsniðjum. |
5. | Og hvorum tveggja skiptu menn eftir hlutkesti, því að helgidómshöfðingjar og Guðs höfðingjar voru af niðjum Eleasars og af niðjum Ítamars. |
6. | Og Semaja Netaneelsson ritari, einn af levítum, skráði þá í viðurvist konungs og höfðingjanna og Sadóks prests og Ahímeleks Abjatarssonar og ætthöfðingja prestanna og levítanna. Var ein ætt tekin frá af Eleasar og ein af Ítamar. |
7. | Fyrsti hluturinn féll á Jójaríb, annar á Jedaja, |
8. | þriðji á Harím, fjórði á Seórím, |
9. | fimmti á Malkía, sjötti á Mijamín, |
10. | sjöundi á Hakkos, áttundi á Abía, |
11. | níundi á Jesúa, tíundi á Sekanja, |
12. | ellefti á Eljasíb, tólfti á Jakím, |
13. | þrettándi á Húppa, fjórtándi á Jesebeab, |
14. | fimmtándi á Bilga, sextándi á Immer, |
15. | seytjándi á Hesír, átjándi á Happísses, |
16. | nítjándi á Pelashja, tuttugasti á Jeheskel, |
17. | tuttugasti og fyrsti á Jakín, tuttugasti og annar á Gamúl, |
18. | tuttugasti og þriðji á Delaja, tuttugasti og fjórði á Maasja. |
19. | Er það starfskvöð þeirra að fara inn í musteri Drottins, eftir þeim reglum, er Aron forfaðir þeirra hafði sett, samkvæmt því, er Drottinn, Guð Ísraels, hafði boðið honum. |
20. | En að því er snertir aðra niðja Leví, þá voru af Amramsniðjum Súbael, af Súbaelsniðjum Jehdeja, |
21. | af Rehabja, af Rehabjaniðjum Jissía höfðingi, |
22. | af Jíseharítum Selómót, af Selómótsniðjum Jahat, |
23. | en af niðjum Hebrons: Jería höfðingi, annar Amarja, þriðji Jehasíel, fjórði Jekameam. |
24. | Niðjar Ússíels voru: Míka, af niðjum Míka var Samír. |
25. | Bróðir Míka var Jissía, af niðjum Jissía var Sakaría. |
26. | Niðjar Merarí voru Mahlí og Músí og niðjar Jaasía, sonar hans. |
27. | Niðjar Merarí frá Jaasía syni hans voru: Sóham, Sakkúr og Íbrí. |
28. | Frá Mahlí var Eleasar kominn. Hann átti eigi sonu. |
29. | Frá Kís: Synir Kís: Jerahmeel. |
30. | Niðjar Músí voru: Mahlí, Eder og Jerímót. Þessir voru niðjar levíta eftir ættum þeirra.Þeir vörpuðu og hlutkesti, eins og frændur þeirra, Aronsniðjar, í viðurvist Davíðs konungs og Sadóks og Ahímeleks og ætthöfðingja prestanna og levítanna, ætthöfðingjarnir eins og yngri frændur þeirra. |
31. | Þeir vörpuðu og hlutkesti, eins og frændur þeirra, Aronsniðjar, í viðurvist Davíðs konungs og Sadóks og Ahímeleks og ætthöfðingja prestanna og levítanna, ætthöfðingjarnir eins og yngri frændur þeirra. |
← 1Chronicles (24/29) → |