Zechariah (2/14)  

1. Og ég hóf upp augu mín og sá, hvar fjögur horn voru.
2. Þá spurði ég engilinn, sem við mig talaði: ,,Hvað merkja þessi?`` Hann svaraði mér: ,,Þetta eru hornin, sem tvístrað hafa Júda, Ísrael og Jerúsalem.``
3. Því næst lét Drottinn mig sjá fjóra smiði,
4. og er ég spurði: ,,Hvað ætla þessir að gjöra?`` svaraði hann á þessa leið: ,,Þetta eru hornin, sem tvístruðu Júda svo, að enginn bar höfuð hátt, en þessir eru komnir til þess að skelfa þau, til þess að varpa niður hornum þeirra þjóða, er hófu horn gegn Júdalandi til þess að tvístra því.``
5. Og ég hóf upp augu mín og sá, hvar maður var. Hann hélt á mæliþræði í hendi sér.
6. Þá spurði ég: ,,Hvert ætlar þú?`` Hann svaraði mér: ,,Að mæla Jerúsalem til þess að sjá, hve löng og hve breið hún er.``
7. Þá gekk engillinn, er við mig talaði, allt í einu fram, og annar engill gekk fram á móti honum.
8. Við hann sagði hann: ,,Hlaup þú og tala þú svo til þessa unga manns: ,Jerúsalem skal liggja opin og ógirt sökum þess fjölda manna og skepna, sem í henni verða,
9. og ég sjálfur skal vera eins og eldveggur kringum hana _ segir Drottinn _ og ég skal sýna mig dýrlegan í henni.```
10. Upp, upp, flýið úr norðurlandinu _ segir Drottinn _ því að ég hefi tvístrað yður í allar áttir _ segir Drottinn.
11. Upp, forðið yður til Síonar, þér sem búið í Babýlon!
12. Svo segir Drottinn allsherjar, hinn vegsamlegi, sem hefir sent mig til þjóðanna sem rændu yður: Hver sá er snertir yður, snertir augastein minn.Því sjá, ég mun veifa hendi minni yfir þeim, og þá skulu þeir verða þrælum sínum að herfangi, og þér skuluð viðurkenna, að Drottinn allsherjar hefir sent mig. [ (Zechariah 2:14) Fagna þú og gleð þig, dóttirin Síon! Því sjá, ég kem og vil búa mitt í þér _ segir Drottinn. ] [ (Zechariah 2:15) Á þeim degi munu margar þjóðir ganga Drottni á hönd og verða hans lýður og búa mitt á meðal þín, og þú munt viðurkenna, að Drottinn allsherjar hefir sent mig til þín. ] [ (Zechariah 2:16) Þá mun Drottinn taka Júda til eignar sem arfleifð sína í hinu heilaga landi og enn útvelja Jerúsalem. ] [ (Zechariah 2:17) Allt hold veri hljótt fyrir Drottni! Því að hann er risinn upp frá sínum heilaga bústað. ]
13. Því sjá, ég mun veifa hendi minni yfir þeim, og þá skulu þeir verða þrælum sínum að herfangi, og þér skuluð viðurkenna, að Drottinn allsherjar hefir sent mig. [ (Zechariah 2:14) Fagna þú og gleð þig, dóttirin Síon! Því sjá, ég kem og vil búa mitt í þér _ segir Drottinn. ] [ (Zechariah 2:15) Á þeim degi munu margar þjóðir ganga Drottni á hönd og verða hans lýður og búa mitt á meðal þín, og þú munt viðurkenna, að Drottinn allsherjar hefir sent mig til þín. ] [ (Zechariah 2:16) Þá mun Drottinn taka Júda til eignar sem arfleifð sína í hinu heilaga landi og enn útvelja Jerúsalem. ] [ (Zechariah 2:17) Allt hold veri hljótt fyrir Drottni! Því að hann er risinn upp frá sínum heilaga bústað. ]

  Zechariah (2/14)