Daniel (12/12)    

1. En á þeim tíma mun Míkael, hinn mikli verndarengill, sá er verndar landa þína, fram ganga. Og það skal verða svo mikil hörmungatíð, að slík mun aldrei verið hafa, frá því er menn urðu fyrst til og allt til þess tíma. Á þeim tíma mun þjóð þín frelsuð verða, allir þeir sem skráðir finnast í bókinni.
2. Og margir þeirra, sem sofa í dufti jarðarinnar, munu upp vakna, sumir til eilífs lífs, sumir til smánar, til eilífrar andstyggðar.
3. Og hinir vitru munu skína eins og ljómi himinhvelfingarinnar og þeir, sem leitt hafa marga til réttlætis, eins og stjörnurnar um aldur og ævi.
4. En þú, Daníel, halt þú þessum orðum leyndum og innsigla bókina, þar til er að endalokunum líður. Margir munu rannsaka hana, og þekkingin mun vaxa.``
5. Ég, Daníel, sá og sjá, tveir aðrir englar stóðu þar, á sínum fljótsbakkanum hvor.
6. Annar þeirra sagði við manninn í línklæðunum, sem var uppi yfir fljótsvötnunum: ,,Hversu langt mun til endisins á þessum undursamlegu hlutum?``
7. Þá heyrði ég til mannsins í línklæðunum, sem var uppi yfir fljótsvötnunum. Hann fórnaði hægri og vinstri hendi til himins og sór við þann, sem lifir eilíflega, og sagði: ,,Eina tíð, tvær tíðir og hálfa tíð. Og þegar vald hans, sem eyðir hina helgu þjóð, er á enda, mun allt þetta fram koma.``
8. Ég heyrði þetta, en skildi það ekki, og sagði því: ,,Herra minn, hver mun endir á þessu verða?``
9. En hann sagði: ,,Far þú, Daníel, því að orðunum er leyndum haldið og þau innsigluð, þar til er endirinn kemur.
10. Margir munu verða klárir, hreinir og skírir, en hinir óguðlegu munu breyta óguðlega, og engir óguðlegir munu skilja það, en hinir vitru munu skilja það.
11. Og frá þeim tíma, er hin daglega fórn verður afnumin og viðurstyggð eyðingarinnar upp reist, munu vera eitt þúsund tvö hundruð og níutíu dagar.Sæll er sá, sem þolugur þreyr og nær eitt þúsund þrjú hundruð þrjátíu og fimm dögum.
12. Sæll er sá, sem þolugur þreyr og nær eitt þúsund þrjú hundruð þrjátíu og fimm dögum.

  Daniel (12/12)